Áskorendamótaröð Evrópu: Andri Þór og Guðmundur Ágúst náðu ekki niðurskurði á Blot Open de Bretagne
GR-ingarnir Andri Þór Björnsson og Guðmundur Ágúst Kristjánsson tóku þátt í móti vikunnar á Áskorendamótaröð Evrópu: Blot Open de Bretagne. Mótið fer fram í Golf Blue Green de Pléneuf Val André, Pléneuf, Frakklandi, dagarna 23.-26. júní 2022. Hvorugur þeirra komst í gegnum niðurskurð, sem miðaðist við samtals 2 yfir pari eða betra. Guðmundur Ágúst lék á samtals 4 yfir pari (69 75) og var því 2 höggum frá því að komast í gegn. Andri Þór lék á samtals 15 yfir pari (69 86) og var því nokkuð langt frá því að ná niðurskurði, að þessu sinni. Sjá má stöðuna á Blot Open de Bretagne með því að SMELLA HÉR:
Golfgrín á laugardegi (26/2022)
Í réttarsal: Dómarinn spyr ákærða: „Þannig að þú neitar því ekki að hafa brotið golfkylfu í tvennt á höfði stefnanda?“ „ Ákærði: „Nei, herra dómari, en það var ekki viljandi.“ Dómarinn: „Þannig að þú ætlaðir ekki að slá hann?“ „Jú, jú. En ég ætlaði ekki að brjóta kylfuna!!!“
NGL: Aron Snær varð T-13 á UNICHEF meistaramótinu
Aron Snær Júlíusson, GKG, og Gísli Sveinbergsson, GK tóku þátt í UNICHEF Championship, móti á Ecco mótaröðinni, sem er hluti af Nordic Golf League (skammst.: NGL). Gísli komst ekki í gegnum niðurskurð, en það gerði Aron Snær hins vegar. Niðurskurður var miðaður við samtals 3 yfir pari eða betra. Gísli lék því miður á 4 yfir pari (76 72) og munaði aðeins 1 höggi að hann kæmist í gegn. Aron Snær lék fyrstu tvo hringina á 3 undir pari (70 71)og flaug gegnum niðurskurðinn. Hann bætti síðan við hring upp á 1 yfir pari og lauk því keppni á samtals 2 undir pari 214 höggum (70 71 73) og varð Lesa meira
LET: Guðrún Brá og Ólafía Þórunn úr leik í Tékklandi
Atvinnukylfingarnir Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR tóku þátt í Czech Ladies Open, sem fram fer á Royal Beroun golfvellinum dagana 24.-26. júní 2022. Þær eru báðar því miður úr leik, en niðurskurður miðaðist við samtals 1 yfir pari eða betur. Aðeins munaði einu sárgrætilegu höggi að Ólafía Þórunn næði niðurskurði, en hún lék á samtals 2 yfir pari (74 72). Guðrún Brá lék á samtals 4 yfir pari (74 74) og munaði því 3 höggum að hún kæmist gegnum niðurskurðinn. Til þess að sjá stöðuna á Czech Ladies Open SMELLIÐ HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Hrafnkell Óskarsson – 25. júní 2022
Afmæliskylfingur dagsins er Hrafnkell Óskarsson. Hrafnkell er fæddur 25. júní 1952 og á því 70 ára merkis-afmæli í dag!!! Hrafnkell er læknir með sérfræðileyfi í skurðlækningum frá Svíþjóð 1988. Hrafnkell er góður kylfingur, sem er í Golfklúbbi Mosfellsbæjar (GM) og hefir m.a. verið sigursæll í opnum mótum, t.a.m. á viðmiðunarmótum LEK. Hrafnkell er kvæntur Ástu Margréti Jónsdóttur. Komast má á facebooksíðu Hrafnkels til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Hrafnkell Óskarsson (70 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Brimnes Áhöfn (102 ára); Ervin Szalai (58 ára); Vance Veazey, 25. júní 1965 (57 ára); Paul Affleck Lesa meira
Íslandsmót golfklúbba 2022: GA Íslands- meistari í fl. 16 ára og yngri drengja
Golfklúbbur Akureyrar sigraði á Íslandsmóti golfklúbba í flokki 2022 16 ára og yngri drengja – en úrslitin réðust á Strandarvelli á Hellu 24. júní 2022. GA lék til úrslita gegn liði nr. 1 frá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar og Golfklúbburinn Keilir varð í þriðja sæti. Alls tóku 9 lið þátt. Smelltu hér fyrir heildarúrslit. Gullverðlaunalið GA var þannig skipað: Veigar Heiðarsson, Skúli Gunnar Ágústsson, Valur Guðmundsson, Ólafur Kristinn Sveinsson, Ragnar Orri Jónsson og Heiðar Kató Finnsson. Silfurverðlaunalið GKG-1 var þannig skipað: Guðjón Frans Halldórsson, Guðmundur Snær Elíasson, Pálmi Freyr Davíðsson, Magnús Ingi Hlynsson. Bronsverðlaunalið GK var þannig skipað: Markús Marelsson, Hjalti Jóhannsson, Birkir Thor Kristinsson, Andri Snær Gunnarsson, Ragnar Áki Kristjánsson, Lesa meira
LET: Guðrún Brá og Ólafía Þórunn báðar með á Czech Ladies Open
Atvinnukylfingarnir Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir eru báðar með í móti vikunnar á LET: Czech Ladies Open. Mótið fer fram dagana 24.-26. júní 2022 í Royal Beroun golfklúbbnum í Tékklandi. Eftir 1. dag er Guðrún Brá T-81, en hún lék á 2 yfir pari, 74 höggum. Ólafía Þórunn er T-92 á 3 yfir pari, 75 höggum. Sjá má stöðuna á Czech Ladies Open með því að SMELLA HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Kaname Yokoo —-– 24. júní 2022
Afmæliskylfingur dagsins er japanski kylfingurinn Kaname Yokoo, á japönsku: 横尾要. Hann er fæddur 24. júní 1972 og á því 50 ára stórafmæli í dag. Á ferli sínum sigraði hann 6 sinnum, þ.á.m. 5 sinnum á japanska PGA. Eins spilaði Yokoo um tíma á bandaríska PGA þ.e. 2001-2003. Besti árangurinn á bandaríska PGA var T-2 árangur á Phoenix Open. Yokoo varð í 2. sæti á Dunlop Phoenix Tournament 2005, en tapaði fyrir Tiger Woods í bráðabana. Hann varð jafnframt 4 sinnum meðal efstu 10 í mótum á PGA. Besti árangur Yokoo á risamóti er T-57 á Opna bandaríska, 1999. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Billy Caspar (uppnefndur Buffalo Bill) Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Flory van Donck – 23. júní 2022
Afmæliskylfingur dagsins er Flory van Donck. Van Donck var fæddur 23. júní 1912 og hefði því orðið 110 ára í dag en hann lést fyrir 30 árum þ.e. 14. janúar 1992. Litið er á Van Donck sem besta belgíska kylfing, sem nokkru sinni hefir verið uppi. Hann varð m.a. í 2. sæti tvívegis á Opna breska 1956 og 1959. Að öðru leyti á van Donck 60 sigra sem atvinnumaður í farteskinu þ.á.m. Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag eru: Ben Sayers, 23. júní 1856; Samuel McLaughlin Parks, Jr., 23. júní 1909; Lawson Little, 23. júní 1910; Flory Van Donck, 23. júní 1912; Colin Montgomerie, 23. júní 1963 (59 Lesa meira
LIV: Tilkynnt um leikmannahóp á 2. móti sádí-arabísku ofurgolfmótaraðarinnar – Brooks Koepka og Abraham Ancer meðal keppenda!
LIV Golf Series sendi frá sér lista yfir 45 leikmenn, sem munu keppa í Pumpkin Ridge í Oregon 1.-3. júlí n.k. í 2. móti sádí-arabísku ofurgolfmótaraðarinnar. Eftir er að tilkynna hverjir verða 3 síðustu kylfingar inn í mótið. Eins og verið hefir í fréttum eru mexíkanski kylfingurinn Abraham Ancer, Patrick Reed, Bryson DeChambeau, Pat Perez og Brooks Koepka meðal keppenda. Meðal nýrra kylfinga á LIV er einnig hinn japanski Yuki Inamori, 27 ára, sem er fjórfaldur sigurvegari á japanska PGA. Hins vegar eru 10 kylfingar, sem voru með í London, ekki með í Bandaríkjunum. Það eru þeir Andy Ogletree, sem varð í síðasta sæti í Londonar mótinu. Jafnframt eru eftirfarandi kylfingar ekki með: Lesa meira









