Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 22. 2022 | 22:00

Ragnhildur og Perla Sól úr leik á Opna breska áhugamannamótinu

GR-ingarnir Ragnhildur Kristinsdóttir og  Perla Sól Sigurbrandsdóttir eru úr leik í holukeppnishluta Opna breska áhugamannamótsins.

Perla Sól, sem er aðeins 15 ára gömul, mætti Ingrid Lindblad frá Svíþjóð í dag, en hún er í 2. sæti á heimslista áhugakylfinga.Lindblad var á dögunum í baráttunni um sigurinn á Opna bandaríska meistaramótinu þar sem hún endaði í 11. sæti. Hún gat ekki tekið við verðlaunafé fyrir þann árangur, 26 milljónir kr., þar sem hún er enn áhugakylfingur.

Viðureign Perlu Sól og Lindblad lauk 3&1 Lindblad í vil.

Ragnhildur mætti hinni þýsku Celine Sattelkau frá Þýskalandi og fór viðureign þeirra einnig 3&1, því miður Sattelkau í vil.

Opna breska áhugamannamótið fer fram á Hunstanton vellinum á austurströnd Englands, 20.-25. júní 2022.

Sjá má stöðuna á Opna breska áhugamannamótinu með því að SMELLA HÉR: