Hlynur Bergsson
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 22. 2022 | 20:00

EM einstaklinga: Hlynur T-46 e. 1. dag

Hlynur Bergsson, GKG, hóf leik í dag, 22. júní 2022 á Evrópumóti áhugakylfinga í keppni einstaklinga. Mótið fer fram á Parador Campo de Golf El Saler vellinum, í Valencia, á Spáni.

Mótið stendur dagana 22.-25. júní 2022.

Völlurinn er einn af allra þekktustu keppnisvöllum Spánar og Evrópu – og hefur úrtökumót fyrir Evrópumótaröð karla farið fram á þessum velli. Völlurinn er um 6.300 metrar á þessu móti.

Hlynur, sem stundar háskólanám í Bandaríkjunum, hóf leik kl. 13:25 að íslenskum tíma í dag. Keppnisformið er höggleikur og verða leiknar 72 holur á fjórum keppnisdögum.

Eftir 1. dag er Hlynur T-22; kom í hús á 1 yfir pari, 73 höggum.

Sjá má stöðuna á EM einstaklinga eftir 1. dag með því að SMELLA HÉR: