LIV: Brooks Koepka nýjasti kylfingurinn á nýju sádí-arabísku ofurgolfmótaröðinni
Sagt er að bandaríski kylfingurinn Brooks Koepka hafi „verið í viðræðum“ við LIV Golf „í marga mánuði“ og er búist við tilkynningu um flutning hans í þessari viku.
Fyrrum Ryder Cup liðsfélagi Brooks, Dustin Johnson, samdi nýlega við nýju ofurgolfmótaröðina, sem studd er af Sádí-Arabíu um 120 milljónir punda eingreiðslu fyrirfram og er talið að Koepka fái eitthvað svipað.
Það að Koepka hafi gengið til liðs við LIV hefir komið nokkuð á óvart þar sem Koepka hefir áður gagnrýnt Phil Mickelson fyrir græði. Það kom reyndar á eftir að Mickelson sakaði PGA mótaröðina um „viðbjóðslega græðgi“.
Koepka var þá fljótur að benda á kaldhæðnina í orðum Mickelson og skrifaði m.a. á Instagram: „[Don’t know] if I’d be using the word greedy if I’m Phil …” (Lausleg íslensk þýðing: „[Veit ekki] hvort ég myndi nota orðið gráðugur ef ég væri Phil …“
Fyrir á LIV eru bróðir Brooks, Chase og eins hefir erkióvinur hans, Bryson DeChambeau skipt yfir í LIV og auðvitað getur Brooks ekki verið án þeirra tveggja! Líklegt er m.a.s. að Brooks og Bryson verði saman í liði því á LIV mótaröðinni er keppt bæði í einstaklings- og liðakeppnum – og nýju strákarnir 4 líklegir til þess að mynda 13. liðið sem keppir – en í því liði yrðu þá auk Brooks og Bryson, Pat Perez og Patrick Reed.
Næsta mót LIV er 1.-3. júlí nk, í Pumpkin Ridge golfklúbbnum í Portland, Oregon í Bandaríkjunum.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024