Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 21. 2022 | 14:00

LIV: Brooks Koepka nýjasti kylfingurinn á nýju sádí-arabísku ofurgolfmótaröðinni

Sagt er að bandaríski kylfingurinn Brooks Koepka hafi „verið í viðræðum“ við LIV Golf „í marga mánuði“ og er búist við tilkynningu um flutning hans í þessari viku.

Fyrrum Ryder Cup liðsfélagi Brooks, Dustin Johnson, samdi nýlega við nýju ofurgolfmótaröðina, sem studd er af Sádí-Arabíu um 120 milljónir punda eingreiðslu fyrirfram og er talið að Koepka fái eitthvað svipað.

Það að Koepka hafi gengið til liðs við LIV hefir komið nokkuð á óvart þar sem Koepka hefir áður gagnrýnt Phil Mickelson fyrir græði. Það kom reyndar á eftir að Mickelson sakaði PGA mótaröðina um „viðbjóðslega græðgi“.

Koepka var þá fljótur að benda á kaldhæðnina í orðum Mickelson og skrifaði m.a. á Instagram: „[Don’t know] if I’d be using the word greedy if I’m Phil …”  (Lausleg íslensk þýðing: „[Veit ekki] hvort ég myndi nota orðið gráðugur ef ég væri Phil …“

Fyrir á LIV eru bróðir Brooks, Chase og eins hefir erkióvinur hans, Bryson DeChambeau skipt yfir í LIV og auðvitað getur Brooks ekki verið án þeirra tveggja! Líklegt er m.a.s. að Brooks og Bryson verði saman í liði því á LIV mótaröðinni er keppt bæði í einstaklings- og liðakeppnum – og nýju strákarnir 4 líklegir til þess að mynda 13. liðið sem keppir – en í því liði yrðu þá auk Brooks og Bryson, Pat Perez og Patrick Reed.

Næsta mót LIV er 1.-3. júlí nk, í Pumpkin Ridge golfklúbbnum í Portland, Oregon í Bandaríkjunum.