Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 21. 2022 | 09:00

LPGA: Jennifer Kupcho sigraði á Meijer Classic e. 3 kvenna bráðabana

Það var hin bandaríska Jennifer Kupcho, sem sigraði á Meijer Classic mótinu.

Mótið fór fram dagana 16-19. júní 2022 í Belmont, Michigan.

Eftir hefðbundið spil voru 3 efstar og jafnar: Jennifer Kupcho, Leona Maguire frá Írlandi og hin bandaríska Nelly Korda. Allar höfðu þær spilað á samtals 18 undir pari, hver. Það varð því að koma til bráðabana og þar stóð Kupcho sig best.

Ein í 4. sæti varð fyrrum nr. 1 á Rolex-heimslista kvenna, Lydia Ko frá Nýja-Sjálandi  (á samtals 17 undir pari) og T-5 urðu Jessica Korda, Carlota Ciganda, Lexi Thompson og Atthaya Thitikul frá Thailandi, allar á samtals 16 undir pari, hver.

Sjá má lokastöðuna á Meijer Classic með því að SMELLA HÉR: