Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 13. 2022 | 17:00

GVG: Anna María og Sigurþór klúbbmeistarar 2022

Meistaramót Golfklúbbsins Vestarr í Grundarfirði (GVG) fór fram dagana 6. til 9. júlí 2022. Alls voru 16 skráðir til keppni en þátttakendur, sem luku keppni, voru 13 og kepptu þeir í 5 flokkum. Klúbbmeistarar GVG eru þau Anna María Reynisdóttir og Sigurþór Jónsson. Sjá má öll úrslit í meistaramóti GVG 2022 hér að neðan: 1. flokkur karla: 1 Sigurþór Jónsson +18 306 (72 79 75 80) 2 Hinrik Konráðsson +41 329 (78 87 79 85) 3 Ásgeir Ragnarsson +72 360 (89 91 93 87) 1. flokkur kvenna: 1 Anna María Reynisdóttir +84 372 (87 95 95 95) 2. flokkur kvenna: 1 Helga Ingibjörg Reynisdóttir +108 396 (100 94 97 105) Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 13. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Sóley Elíasdóttir – 13. júlí 2022

Afmæliskylfingur dagsins er Sóley Elíasdóttir, leikkona og eigandi Soley snyrtivörufyrirtækisins. Sóley er fædd 13. júlí 1967 og á því 55 ára afmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska Sóleyju til hamingju með afmælið Sóley Elíasdóttir 55 ára – Innilega til hamingju með afmælið! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Sumarlína Ehf (92 ára); Ian Stanley Palmer, 13. júlí 1957 (65 ára); Sóley Elíasdóttir, f, 13. júlí 1967 (55 ára); Tyson Alexander, 13. júlí 1988 (34 ára) … og … Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 13. 2022 | 09:00

GS: Andrea og Guðmundur Rúnar klúbb- meistarar 2022 – Guðmundur Rúnar í 11. sinn!

Meistaramót Golfklúbbs Suðurnesja (GS) fór fram dagana 6.-9. júlí 2022. Meistaramótsviku GS lauk á laugardag eftir skemmtilega og viðburðaríka daga á vellinum þar sem veðrið spilaði stóran þátt. 81 kylfingur tók þátt í mótinu að þessu sinni og svo barna- og unglingaflokkar (12 kylfingar). Vikan hófst í frábæru veðri á mánudag með keppni í öldungaflokki, háforgjafarflokki og barna og unglingaflokkum. Nánari upplýsingar um unglingaflokkana er að finna hér. Háforgjafarflokkurinn spilaði mánudag og þriðjudag á meðan öldungaflokkurinn spilaði mánudag, miðvikudag og föstudag. Aðrir flokkar byrjuðu mótið á miðvikudeginum og luku leik annaðhvort á föstudeginum eða laugardeginum. Veðrið spilaði stóran þátt í mótinu þetta árið og þurfti að fella niður umferð á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 12. 2022 | 20:00

Bridgestone slítur samningum við DeChambeau vegna þátttöku hans á LIV

Bridgestone tilkynnti í dag, að félagið hafi slitið sex ára samstarfi við Bryson DeChambeau, en DeChambeau auglýsti golfvörur Bridgestone og spilar m.a. með Bridgestone bolta. Bridgestone nefndi að það væri þátttaka DeChambeau á LIV sádí-arabísku ofurgolfmótaröðinni, sem væri ástæða þess að félagið hefði slitið samningum við DeChambeau. Í yfirlýsingu Bridgestone Golf sagði m.a.: „PGA mótaröðin er ákaflega mikilvægur hluti af atvinnugolfi og á Bridgestone í markaðssamstarfi við mótaröðina. Í ljósi þess að Bryson DeChambeau er ekki lengur þátttakandi í viðburðum mótaraðarinnar hafa Bridgestone og Bryson komist að þeirri sameiginlegu niðurstöðu að slíta samstarfinu.“ Bridgestone hefir átt langt og farsælt samstarf við PGA mótaröðina og kemur ofangreint ekki á óvart. Rocket Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 12. 2022 | 18:00

Evróputúrinn/PGA: Schauffele sigraði á Opna skoska

Það var bandaríski kylfingurinn Xander Schauffele, sem sigraði á Opna skoska (ens.: Genesis Scottish Open). Sigurskor Schauffele var 7 undir pari, 273 högg (72 65 66 70). Schauffele er fæddur 25. október 1993 og því 29 ára. Í 2. sæti varð Kurt Kitayama, frá Bandaríkjunum 1 höggi á eftir. Þriðja sætið vermdi síðan Joohyung Kim frá S-Kóreu, enn öðru höggi á eftir. Sjá má lokastöðuna á Opna skoska með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 12. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Tristan Arnar Beck – 12. júlí 2022

Afmæliskylfingur dagsins er Tristan Arnar Beck. Tristan Arnar er fæddur 12. júlí 2002 og á því 20 ára stórafmæli í dag. Hann tók m.a. þátt í móti Áskorendamóti Íslandsbanka þann 6. júní 2015 á Selfossi. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a. : Paul Runyan, f. 12. júlí 1908- d. 17. mars 2002; Heimilisiðnaðar-félag Íslands Heimilisiðnaðarskólinn (109 ára); Kristín Gróa Gunnbjörnsdóttir, 12. júlí 1952 – 11. febrúar 2017 (hefði orðið 70 ára í dag!!!) Austfirskir Sjómenn 12. júlí 1965 (57 ára); Robert Allenby 12. júlí 1971 (51 árs); Sumartónleikar Í Skálholtskirkju 12. júlí 1975 (47 ára); Alexander Norén, 12. júlí 1982 (40 ára STÓRAFMÆLI!!!); Sophie Giquel-Bettan, 12. júlí 1982 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 12. 2022 | 13:00

GSE: Valgerður og Siggeir klúbbmeistarar 2022

Meistaramót Golfklúbbs Setbergs fór fram dagana 5.-9. júlí 2022. Þátttakendur í ár, sem luku keppni voru 98 og kepptu í 10 flokkum. Klúbbmeistarar GSE 2022 eru Valgerður Bjarnadóttir og Siggeir Vilhjálmsson. Sjá má helstu úrslit hér að neðan og öll úrslit í Golfboxinu með því að SMELLA HÉR: Meistaraflokkur karla: 1 Siggeir Vilhjálmsson +4 292 (76 71 74 71) 2 Hrafn Guðlaugsson +5 293 (72 72 75 74) 3 Helgi Birkir Þórisson +18 306 (71 80 80 75) Kvennaflokkur höggleikur 4 daga: 1 Valgerður Bjarnadóttir +76 292 (93 98 101) 2 Herdís Hermannsdóttir +80 296 (94 100 102) 3 Kristín Inga Sigvaldadóttir +82 298 (99 97 102) 1. flokkur karla: Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 12. 2022 | 09:30

GL: Vala María og Björn Viktor klúbbmeistarar 2022

Glæsilegu meistaramóti Golfklúbbsins Leynis (GL) á Akranesi lauk í hávaða roki laugardaginn 9. júlí sl. Mótið stóð dagana 6.-9. júlí. Klúbbmeistarar GL 2022 eru Björn Viktor Viktorsson og Vala María Sturludóttir. Aldrei hefur mótið verið svo fjölmennt eins og í ár en alls tóku um 170 kylfingar þátt í mótinu en keppt var í 12 flokkum. Hér að neðan má sjá helstu úrslit í öllum flokkum en nánar um mótið m.a. myndir má sjá í Skagafréttum SMELLIÐ HÉR og í Golfboxinu SMELLIÐ HÉR: Meistaraflokkur karla: 1. Björn Viktor Viktorsson 227 högg (80-71-76) (+11) 2. Kristvin Bjarnason 235 högg (77-75-83) (+19) 3. Þórður Emil Ólafsson 239 högg (76-81-82) (+23) Meistaraflokkur kvenna: Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 12. 2022 | 09:00

Markús Freyr fór holu í höggi!

Markús Freyr Arnarsson sem keppti í flokki 13-14 ára stráka á nýafstöðnu Meistaramóti Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar (GKG) gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á 2. holu á Mýrinni 4. júlí! Önnur holan á Mýrinni er 115  metra af bláum og 104 metrar af rauðum. Þetta er í fyrsta sinn sem Markús Freyr fær ás. Þess mætti geta að Markús Freyr varð í 1. sæti í sínum aldursflokki á Meistaramótinu í höggleik með forgjöf!!! Golf 1 óskar Markúsi Frey innilega til hamingju með ásinn og árangurinn á Meistaramótinu!!!

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 11. 2022 | 22:00

GKG: Anna Júlía og Aron Snær klúbbmeistarar 2022

Meistaramót Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar (GKG) fór fram dagana 3.-9. júlí 2022. Þátttakendur í ár, sem luku keppni, voru 431 og kepptu þeir í 27 flokkum. Klúbbmeistarar GKG eru Anna Júlía Ólafsdóttir og Aron Snær Júlíusson. Sjá má helstu úrslit hér að neðan og úrslitin á meistaramóti GKG 2022 í heild með því að SMELLA HÉR: Meistaraflokkur karla: 1 Aron Snær Júlíusson -4 280 (69 72 69 70) 2 Sigurður Arnar Garðarsson -2 282 (65 71 69 77) 3 Egill Ragnar Gunnarsson +1 285 (77 68 66 74) Meistaraflokkur kvenna: 1 Anna Júlía Ólafsdóttir +20 304 (74 82 70 78) 2 Katrín Hörn Daníelsdóttir +40 324 (79 78 84 83) Lesa meira