
Bridgestone slítur samningum við DeChambeau vegna þátttöku hans á LIV
Bridgestone tilkynnti í dag, að félagið hafi slitið sex ára samstarfi við Bryson DeChambeau, en DeChambeau auglýsti golfvörur Bridgestone og spilar m.a. með Bridgestone bolta.
Bridgestone nefndi að það væri þátttaka DeChambeau á LIV sádí-arabísku ofurgolfmótaröðinni, sem væri ástæða þess að félagið hefði slitið samningum við DeChambeau.
Í yfirlýsingu Bridgestone Golf sagði m.a.: „PGA mótaröðin er ákaflega mikilvægur hluti af atvinnugolfi og á Bridgestone í markaðssamstarfi við mótaröðina. Í ljósi þess að Bryson DeChambeau er ekki lengur þátttakandi í viðburðum mótaraðarinnar hafa Bridgestone og Bryson komist að þeirri sameiginlegu niðurstöðu að slíta samstarfinu.“
Bridgestone hefir átt langt og farsælt samstarf við PGA mótaröðina og kemur ofangreint ekki á óvart.
Rocket Mortgage rifti einnig öllum samningum sínum við DeChambeau, fyrr á árinu, vegna fyrirhugaðrar þátttöku hans á LIV.
Veran á LIV getur verið ábatasöm, en atvinnukylfingarnir eru einnig að verða af mjög vænum auglýsinga- og samstarfssamningum við stórfyrirtæki s.s. dæmi DeChambeau sýnir.
- ágúst. 13. 2023 | 21:00 Íslandsmótið 2023: Logi hlaut Björgvinsskálina!
- ágúst. 13. 2023 | 19:30 Íslandsmótið 2023: Ragnhildur og Logi Íslandsmeistarar!!!
- ágúst. 12. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (32/2023)
- ágúst. 7. 2023 | 23:00 Birgir Björn sigurvegari Einvígisins á Nesinu 2023
- ágúst. 1. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðlaugur Gíslason og Guðmundur Liljar Pálsson – 1. ágúst 2023
- ágúst. 1. 2023 | 08:18 Ryder Cup 2023: Stewart Cink 5. varafyrirliði liðs Bandaríkjanna
- júlí. 31. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kolbrún Rut Evudóttir – 31. júlí 2023
- júlí. 31. 2023 | 12:00 European Young Masters: Markús Marelsson varð í 2. sæti!!! – Glæsilegur!!!
- júlí. 30. 2023 | 23:59 PGA: Lee Hodges sigurvegari 3M Open
- júlí. 30. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bergsteinn Hjörleifsson – 30. júlí 2023
- júlí. 29. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (30/2023)
- júlí. 29. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Signý Marta Böðvarsdóttir – 29. júlí 2023
- júlí. 28. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hinrik Gunnar Hilmarsson og Þórdís Lilja Árnadóttir – 28. júlí 2023
- júlí. 27. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jordan Spieth – 27. júlí 2023
- júlí. 26. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Mick Jagger, Allen Doyle, Sigríður Rósa Bjarnadóttir og Daniel Hillier – 26. júlí 2023