Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 13. 2022 | 09:00

GS: Andrea og Guðmundur Rúnar klúbb- meistarar 2022 – Guðmundur Rúnar í 11. sinn!

Meistaramót Golfklúbbs Suðurnesja (GS) fór fram dagana 6.-9. júlí 2022.

Meistaramótsviku GS lauk á laugardag eftir skemmtilega og viðburðaríka daga á vellinum þar sem veðrið spilaði stóran þátt. 81 kylfingur tók þátt í mótinu að þessu sinni og svo barna- og unglingaflokkar (12 kylfingar). Vikan hófst í frábæru veðri á mánudag með keppni í öldungaflokki, háforgjafarflokki og barna og unglingaflokkum. Nánari upplýsingar um unglingaflokkana er að finna hér. Háforgjafarflokkurinn spilaði mánudag og þriðjudag á meðan öldungaflokkurinn spilaði mánudag, miðvikudag og föstudag. Aðrir flokkar byrjuðu mótið á miðvikudeginum og luku leik annaðhvort á föstudeginum eða laugardeginum. Veðrið spilaði stóran þátt í mótinu þetta árið og þurfti að fella niður umferð á fimmtudeginum vegna vinds hjá öllum flokkum nema meistaraflokkunum. Margir góðir hringir sáust í mótinu og þar á meðal fjórir hringir undir pari vallar.

Í meistaraflokki karla var það Guðmundur Rúnar Hallgrímsson sem fór með sigur af hólmi á 295 höggum, þremur höggum á undan Pétri Þór Jaidee og fjórum höggum á undan meistara síðasta árs Loga Sigurðssyni og Róberti Smára Jónssyni. Þetta er 11. klúbbmeistaratitill Guðmundar Rúnars. Í meistaraflokki kvenna var það Andrea Ásgrímsdóttir sem sigraði nokkuð örugglega á 344 höggum, 21 höggi á undan Rut Þorsteinsdóttur.

Hér eru helstu úrslit úr öllum flokkum en úrslitin í heild má sjá á Golfboxinu með því að SMELLA HÉR:

Úrslit úr öllum flokkum:

Meistaraflokkur karla:
1. Guðmundur Rúnar Hallgrímsson 295 högg (69-77-69-80)
2. Pétur Þór Jaidee 298 högg (68-79-73-78)
3. Logi Sigurðsson 299 högg (72-78-74-75)
3. Róbert Smári Jónsson 299 högg (74-73-75-77)

Meistaraflokkur kvenna:
1. Andrea Ásgrímsdóttir 344 högg (86-84-82-92)
2. Rut Þorsteinsdóttir 365 högg (90-94-84-97)

1. flokkur karla:
1. Sigurður Vignir Guðmundsson 235 högg (77-75-83)
2. Ásgeir Eiríksson 244 högg (77-87-80)
3. Lúðvík Ingibergur Guðmundsson 247 högg (78-79-90)

1. flokkur kvenna:
1. Helga Sveinsdóttir 323 högg (106-106-111)

50+ Opinn flokkur karla án forgjafar:
1. Kristinn Óskarsson 220 högg (71-72-77)
2. Sigurður Sigurðsson 242 högg (77-80-85)
3. Kristján Björgvinsson 248 högg (78-80-90)

50+ Opinn flokkur með forgjöf:
1. Ólafur Birgisson 214 högg nettó
2. Oddgeir Erlendur Karlsson 226 högg nettó
3. Þorlákur S Helgi Ásbjörnsson 227 högg nettó

2. flokkur karla:
1. Bjarni Sæmundsson 243 högg (80-80-83)
2. Jóhann Birnir Guðmundsson 249 högg (81-81-87)
3. Fannar Þór Sævarsson 254 högg (86-84-84)

2. flokkur kvenna:
1. Sara Guðmundsdóttir 289 högg (100-95-94)
2. Sigríður Erlingsdóttir 295 högg (89-106-100)
3. Karítas Sigurvinsdóttir 300 högg (100-96-104)

3. flokkur karla:
1. Snorri Rafn William Davíðsson 263 högg (85-88-90)
2. Davíð Skarphéðinsson 266 högg (86-88-92)
3. Róbert Sigurðarson 269 högg (84-85-100)

4. flokkur karla:
1. Magnús Þór Gunnarsson 327 högg (113-105-109)

5. flokkur karla:
1. Sveinbjörn Pálmi Karlsson 78 punktar
2. Jón Halldór Sigurðsson 76 punktar
3. Guðmundur Árni Þórðarson 58 punktar

Opinn flokkur kvenna:
1. Eygló Anna Tómasdóttir 87 punktar
2. Harpa Sigurlaug Guðmundsdóttir 66 punktar
3. Kristín Þóra Möller 62 punktar

Öldungaflokkur 65+ ára:
1. Þorsteinn Erlingsson 99 punktar
2. Snorri Gestsson 96 punktar
3. Skúli Þorbergur Skúlason 94 punktar

Háforgjafarflokkur kvenna:
1. Freydís Helga Árnadóttir 56 punktar
2. Brynja Brynleifsdóttir 36 punktar

Nándarverðlaun á par 3 holum:
3. hola Kristín Þóra Möller
8. hola Stefán Ragnar Guðjónsson
13. hola Ævar Pétursson
16. hola Kristinn Óskarsson

Sigurvegarar á meistaramóti yngri kylfinga hjá GS 2022

 

Meistaramót barna og unglinga fór fram í blíðskaparveðri dagana 3. og 4. júlí. Leikið var í þremur flokkum, 11 ára og yngri, 14 ára og yngri og 17 ára og yngri. Yngsti flokkurinn lék 2×9 holur af rauðum teigum, 14 ára og yngri 2×18 holur einnig af rauðum teigum og sá elsti 2×18 holur af gulum teigum. Mikið var um flott tilþrif, forgjafalækkanir og allir sammála um að mótið hafi tekist mjög vel. Leikið var svokallað höggleiks afbrigði þar sem boltinn er tekinn upp eftir 9 högg og 10 skráð á skorkortið. Þetta fyrirkomulag er sniðugt og leysir það þau leiðindi að þurfa að klára holuna ef mjög ílla gengur.

LANGBEST bauð keppendum uppá pizzuveislu í lokahófinu og viljum við þakka þeim kærlega fyrir það.

Úrslit í flokkunum urðu eftifarandi:

U-11
1. Angantýr Atlason.
2. Kolfinnur Skuggi Ævarsson.
3. Guðrún Bára Róbertsdóttir. Cervantes.
4. Daníel Orri Björgvinsson.

U-14
1. Ingi Rafn William Davíðsson.
2. Tómas Stefánsson.
3. Garðar Guðmundsson.
4. Kristófer Orri Grétarsson.

U-17
1. Snorri Rafn Willliam Davíðsson.
2. Ásgrímur Sigurpálsson.
3. Breki Freyr Atlason.
4. Alexander Óskar Haraldsson.