Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 13. 2022 | 17:00

GVG: Anna María og Sigurþór klúbbmeistarar 2022

Meistaramót Golfklúbbsins Vestarr í Grundarfirði (GVG) fór fram dagana 6. til 9. júlí 2022.

Alls voru 16 skráðir til keppni en þátttakendur, sem luku keppni, voru 13 og kepptu þeir í 5 flokkum.

Klúbbmeistarar GVG eru þau Anna María Reynisdóttir og Sigurþór Jónsson.

Sjá má öll úrslit í meistaramóti GVG 2022 hér að neðan:

1. flokkur karla:
1 Sigurþór Jónsson +18 306 (72 79 75 80)
2 Hinrik Konráðsson +41 329 (78 87 79 85)
3 Ásgeir Ragnarsson +72 360 (89 91 93 87)

1. flokkur kvenna:
1 Anna María Reynisdóttir +84 372 (87 95 95 95)

2. flokkur kvenna:
1 Helga Ingibjörg Reynisdóttir +108 396 (100 94 97 105)
2 Pauline Jean Haftka +138 426 (107 103 108 108)
3 Kolbrún Haraldsdóttir +140 428 (99 107 108 114)
4 Katrín Gísladóttir +192 480 (121 118 117 124 480)
5 Sigríður Guðbjörg Arnardóttir +197 485 (118 123 125 119)

Öldungaflokkur karla:
1 Ágúst Jónsson +56 344 (89 84 83 88)
2 Jóhann Rúnar Kristinsson +130 418 (105 94 102 117)

Opinn flokkur:
1 Þórey Jónsdóttir +23p 95 punktar (19 23 27 26)
2 Gunnar Smári Ragnarsso +16p 88 punktar (20 21 25 22)