Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 12. 2022 | 09:00

Markús Freyr fór holu í höggi!

Markús Freyr Arnarsson sem keppti í flokki 13-14 ára stráka á nýafstöðnu Meistaramóti Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar (GKG) gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á 2. holu á Mýrinni 4. júlí!

Önnur holan á Mýrinni er 115  metra af bláum og 104 metrar af rauðum.

Þetta er í fyrsta sinn sem Markús Freyr fær ás.

Þess mætti geta að Markús Freyr varð í 1. sæti í sínum aldursflokki á Meistaramótinu í höggleik með forgjöf!!!

Golf 1 óskar Markúsi Frey innilega til hamingju með ásinn og árangurinn á Meistaramótinu!!!