Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 12. 2022 | 18:00

Evróputúrinn/PGA: Schauffele sigraði á Opna skoska

Það var bandaríski kylfingurinn Xander Schauffele, sem sigraði á Opna skoska (ens.: Genesis Scottish Open).

Sigurskor Schauffele var 7 undir pari, 273 högg (72 65 66 70).

Schauffele er fæddur 25. október 1993 og því 29 ára.

Í 2. sæti varð Kurt Kitayama, frá Bandaríkjunum 1 höggi á eftir.

Þriðja sætið vermdi síðan Joohyung Kim frá S-Kóreu, enn öðru höggi á eftir.

Sjá má lokastöðuna á Opna skoska með því að SMELLA HÉR: