Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 16. 2022 | 11:30

GJÓ: Auður og Rögnvaldur klúbbmeistarar 2022

Meistaramót Golfklúbbsins Jökuls í Ólafsvík (GJÓ) fór fram dagana 12.-14. júlí 2022. Þátttakendur, sem luku keppni, voru 21 og kepptu í 5 flokkum. Klúbbmeistarar GJÓ árið eru þau Auður Kjartansdóttir og Rögnvaldur Ólafsson. Hér að neðan má sjá öll úrslit: Fgj 0-10 karlar: 1 Rögnvaldur Ólafsson -6 210 (68 73 69) 2 Hjörtur Ragnarsson +15 231 (81 76 74) 3 Jón Bjarki Jónatansson +33 249 (82 88 79) Fgj 10-20 karlar: 1 Jóhann Pétursson +36 252 (85 86 81) 2 Jón Steinar Ólafsson +50 266 (94 82 90) 3 Hjörtur Guðmundsson +56 272 (87 95 90) 4 Eiríkur Leifur Gautsson +59 275 (91 89 95) Fgj 20+: 1 Jóhann Eiríksson Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 16. 2022 | 10:30

Andri Þór fór holu í höggi!

Andri Þór Björnsson golfklúbbnum Setbergi (GSE), alnafni atvinnukylfingsins í GR, fór holu í höggi 5. júní sl. Draumahöggið var slegið á par-3 8. braut á Strandarvelli hjá GHR. Áttunda braut er 144 m af gulum teigum. Andri Þór notaði 6 járn. Björn Sigurðsson (Bjössi bankastjóri) tók meðfygljandi myndina og varð vitni að högginu. Golf 1 óskar Andra Þór til hamingju með ásinn!!!

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 16. 2022 | 09:15

GOS: Feðginin Katrín Embla og Hlynur Geir klúbbmeistarar GOS 2022

Meistaramót Golfklúbbs Selfoss (GOS) fór fram dagana 4.-9. júlí 2022 á Svarfhólsvelli og meistaramót barna í GOS 12.-13. júlí 2022. Þátttakendur í ár, sem luku keppni, voru 90 og kepptu þeir í 12 flokkum. Klúbbmeistarar GOS 2022 eru feðginin Katrín Embla Hlynsdóttir og Hlynur Geir Hjartarson. Hér að neðan má sjá helstu úrslit og öll úrslit má sjá í Golfboxinu með því að SMELLA HÉR:  Meistaraflokkur karla: 1 Hlynur Geir Hjartarson 283 (68 74 72 69) 2 Pétur Sigurdór Pálsson 285 (67 74 73 71) 3 Símon Leví Héðinsson 298 (75 79 72 72) Kvennaflokkur höggleikur: 1 Katrín Embla Hlynsdóttir 331 (80 84 84 83) 2 Alexandra Eir Grétarsdóttir 346 (91 91 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 16. 2022 | 09:00

Áskorendamótaröð Evrópu: Haraldur Franklín á glæsilegum 67 á 2. degi Euram Bank Open!!!

Bjarki Pétursson, GB og Haraldur Franklín Magnús, GR komust í gegnum niðurskurð á Euram Bank Open, móti vikunnar á Áskorendamótaröð Evrópu. Niðurskurður miðaðist við samtals slétt par eða betra. Haraldur Franklín lék 2. hring á glæsilegum 67 höggum og flaug í gegnum niðurskurð á samtals 2 undir pari 138 höggum (71 67). Bjarki lék á samtals 1 undir pari 139 höggum (69 70) og komst einnig gegnum niðurskurð. Þriðji Íslendingurinn í mótinu, Andri Þór Björnsson var nokkuð langt frá því að ná niðurskurði að þessu sinni; lék á 10 yfir pari (76 74). Mótið fer fram í GC Adamstal, í Ramsau, Austurríki dagana 14.-17. júlí 2022. Þriðji hringur er hafinn Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 16. 2022 | 08:30

Hafsteinn með 2 ása í sömu viku!!!

Hafsteinn Gunnarsson, GL, fór tvívegis holu í höggi í sömu vikunni. Í fyrra skiptið fékk Hafsteinn ás á par-3 18. holu Garðavallar (Grafarholt), mánudaginn 11. júlí. Átjánda er 119 m af gulum teigum. Þremur dögum síðar, fimmtudaginn 14. júlí fékk Hafsteinn síðan annan ás, nú á par-3  8. braut Garðavallar (Krossholt), sem er 152 m af gulum. Þess mætti geta að fyrir mánudaginn hafði Hafsteinn aldrei farið holu í höggi!!! Golf 1 óskar Hafsteini innilega til hamingju með ásana tvo og inngönguna í Einherjaklúbbinn!!!

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 16. 2022 | 08:00

LET: Ólafía Þórunn komst gegnum niðurskurð á Big Green Egg

Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, komst í gegnum niðurskurð á móti vikunnar á Evrópumótaröð kvenna, Big Green Egg. Ólafía lék fyrstu hringina tvo á samtals 3 yfir pari, 148 höggum (70 78) og það dugði til en niðurskurður miðaðist við samtals 4 yfir pari eða betra! Glæsilegt!!! Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, komst því miður ekki í gegnum niðurskurð að þessu sinni; lék á samtals 8 yfir pari 152 höggum (78 74). Í efsta sæti eftir 2. hring er hin ástralska Whitney Hillier á samtals 8 undir pari 136 höggum (68 68). Mótið fer fram dagana 14.-17. júlí 2022 í Rosendaelsche golfklúbbnum. í Arnhem, Hollandi. Þriðji hringur er hafinn og má Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 16. 2022 | 00:01

Opna breska 2022: Cam Smith leiðir í hálfleik

Það er ástralski kylfingurinn Cameron Smith sem leiðir í hálfleik á Opna breska. Smith hefir samtals spilað á 13 undir pari (67 64). Tveimur höggum á eftir, í 2. sæti er forystumaður 1. dags Cameron Young frá Bandaríkjunum. Þriðja sætinu deila síðan Rory McIlroy og Victor Hovland á samtals 10 undir pari, hvor. Tiger Woods komst ekki í gegnum niðurskurð, en hann var miðaður við slétt par eða betra. Tiger lék á samtals 9 yfir pari (78 75). Annar þekktur kylfingur sem ekki komst gegnum niðurskurðinn var fyrirliði Evrópu í næsta Rydernum, Henrik Stenson, en aðeins munaði 1 höggi að hann næði í gegn en hann lék á 1 yfir Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 15. 2022 | 17:00

GHR: Guðný Rósa og Andri Már klúbbmeistarar 2022

Meistaramót Golfkllúbbsins á Hellu Rangárvöllum (GHR) fór fram dagana 6.-9. júlí 2022. Þátttakendur að þessu sinni, sem luku keppni voru 27 og kepptu þeir í 11 flokkum. Klúbbmeistarar GHR 2022 eru þau Guðný Rósa Tómasdóttir og Andri Már Óskarsson. Sjá má öll úrslit hér að neðan: Meistaraflokkur karla: 1 Andri Már Óskarsson +2 247 (71 72 69 35) 1. flokkur kvenna: 1 Guðný Rósa Tómasdóttir +75 320 (90 94 93 43) 2. flokkur karla: 1 Halldór Ingi Lúðvíksson +53 298 (86 86 87 39) 2 Jóhann Sigurðsson +67 312 (90 91 88 43) 2. flokkur kvenna: 1 Freyja Sveinsdóttir +133 378 (105 112 109 52) 3. flokkur karla: 1 Steinar Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 15. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Óli Kristján Benediktsson – 15. júlí 2022

Afmæliskylfingur dagsins er Óli Kristján Benediktsson. Óli Kristján er fæddur 15. júlí 1991 og á því 31 árs afmæli í dag. Hann er í Golfklúbbi Hafnar í Hornafirði (GHH) og er klúbbmeistari GHH 2014 og jafnframt klúbbmeistari 2012, en varð í 3. sæti á meistaramótinu í, 2013. Komast má á heimasíðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan Óli Kristján Benediktsson – Innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Stephen Dodd, 15. júlí 1966 (56 ára); Andy Scheer, 15. júlí 1969 (53 ára), Stjörnustál Ehf , 15. júlí 1972 (50 ára STÓRAFMÆLI!!!); Þorvaldur Freyr Friðriksson GR , Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 15. 2022 | 11:19

Opna breska 2022: Cameron Young leiðir e. 1. dag

Í gær hófst 150. Opna breska, eitt hefðbundnasta og elsta risamótið í karlagolfinu. Spilað er í „vöggu golfsins“ á St. Andrews og fengu þeir sem fóru út um morguninn mun betri veður en þeir sem spiluðu eftir hádegi. Sá sem leiðir eftir 1. dag er bandaríski kylfingurinn Cameron Young, en hann kom í hús á 8 undir pari, 64 höggum. Í 2. sæti, 2 höggum á eftir er Rory McIlroy og Cameron Smith og Robert Dinwiddie deila 3. sætinu enn öðru höggi á eftir á samtals 5 undir pari, 67 höggum, hvor. Annar hringurinn er þegar hafinn og má fylgjast með á skortöflu með því að SMELLA HÉR: