Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 15. 2022 | 11:19

Opna breska 2022: Cameron Young leiðir e. 1. dag

Í gær hófst 150. Opna breska, eitt hefðbundnasta og elsta risamótið í karlagolfinu.

Spilað er í „vöggu golfsins“ á St. Andrews og fengu þeir sem fóru út um morguninn mun betri veður en þeir sem spiluðu eftir hádegi.

Sá sem leiðir eftir 1. dag er bandaríski kylfingurinn Cameron Young, en hann kom í hús á 8 undir pari, 64 höggum.

Í 2. sæti, 2 höggum á eftir er Rory McIlroy og Cameron Smith og Robert Dinwiddie deila 3. sætinu enn öðru höggi á eftir á samtals 5 undir pari, 67 höggum, hvor.

Annar hringurinn er þegar hafinn og má fylgjast með á skortöflu með því að SMELLA HÉR: