Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 16. 2022 | 09:00

Áskorendamótaröð Evrópu: Haraldur Franklín á glæsilegum 67 á 2. degi Euram Bank Open!!!

Bjarki Pétursson, GB og Haraldur Franklín Magnús, GR komust í gegnum niðurskurð á Euram Bank Open, móti vikunnar á Áskorendamótaröð Evrópu.

Niðurskurður miðaðist við samtals slétt par eða betra.

Haraldur Franklín lék 2. hring á glæsilegum 67 höggum og flaug í gegnum niðurskurð á samtals 2 undir pari 138 höggum (71 67).

Bjarki lék á samtals 1 undir pari 139 höggum (69 70) og komst einnig gegnum niðurskurð.

Þriðji Íslendingurinn í mótinu, Andri Þór Björnsson var nokkuð langt frá því að ná niðurskurði að þessu sinni; lék á 10 yfir pari (76 74).

Mótið fer fram í GC Adamstal, í Ramsau, Austurríki dagana 14.-17. júlí 2022.

Þriðji hringur er hafinn þegar þetta er ritað og hefir Haraldur Franklín m.a. náð erni á par-5 3. braut og er sem stendur í 10. sæti mótsins.

Fylgjast má með íslensku strákunum á Euram Bank Open með því að SMELLA HÉR: