Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 16. 2022 | 10:30

Andri Þór fór holu í höggi!

Andri Þór Björnsson golfklúbbnum Setbergi (GSE), alnafni atvinnukylfingsins í GR, fór holu í höggi 5. júní sl.

Draumahöggið var slegið á par-3 8. braut á Strandarvelli hjá GHR. Áttunda braut er 144 m af gulum teigum.

Andri Þór notaði 6 járn.

Björn Sigurðsson (Bjössi bankastjóri) tók meðfygljandi myndina og varð vitni að högginu.

Golf 1 óskar Andra Þór til hamingju með ásinn!!!