Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 16. 2022 | 08:30

Hafsteinn með 2 ása í sömu viku!!!

Hafsteinn Gunnarsson, GL, fór tvívegis holu í höggi í sömu vikunni.

Í fyrra skiptið fékk Hafsteinn ás á par-3 18. holu Garðavallar (Grafarholt), mánudaginn 11. júlí.

Átjánda er 119 m af gulum teigum.

Þremur dögum síðar, fimmtudaginn 14. júlí fékk Hafsteinn síðan annan ás, nú á par-3  8. braut Garðavallar (Krossholt), sem er 152 m af gulum.

Þess mætti geta að fyrir mánudaginn hafði Hafsteinn aldrei farið holu í höggi!!!

Golf 1 óskar Hafsteini innilega til hamingju með ásana tvo og inngönguna í Einherjaklúbbinn!!!