Ragnhildur og Guðmundur Ágúst sigruðu í Hvaleyrarbikarnum
Ragnhildur Kristinsdóttir úr GR og Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr GKG sigruðu í Hvaleyrarbikarnum í golfi á stigamótaröð GSÍ en mótinu lauk á Hvaleyrarvelli í Hafnafirði í dag. Ragnhildur sigraði í kvennaflokki í þriðja sinn á síðustu fjórum árum. Hún lék holurnar 54 á 211 höggum og var samtals á tveimur höggum undir pari vallarins. Ragnhildur gat leyft sér að leika lokahringinn á 74 höggum eftir að hafa leikið hina tvo á 68 og 69 höggum. Ragnhildur hafði mikla yfirburði og vann með sextán högga mun. Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir einnig úr GR varð önnur og Anna Júlía Ólafsdóttir úr GKG hafnaði í þriðja sæti. Hvað er þetta með Ragnhildi og Hvaleyrina? Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Zane Scotland —— 17. júlí 2022
Afmæliskylfingur dagsins er Zane Scotland. Zane er fæddur 17. júlí 1982 og á því 40 ára stórafmæli í dag!!! Hann gerðist atvinnumaður í golfi 2003 og sigraði 11 sinnum á atvinnumannsferli sínum 1 sinni á PGA EuroPro Tour og 11 sinnum á MENA mótaröðinni. Besti árangur í risamóti er T-55 árangur á Opna breska 2010. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Páll Eyvindsson, GÁ, 17. júlí 1954 (68 ára); Guillermo Salmerón Murciano, 17. júlí 1964 (58 ára); Steven O´Hara, skoskur, 17. júlí 1980 (42 ára) ; Zane Scotland, 17. júlí 1982 (40 ára); Lizette Salas, 17. júlí 1989 (33 ára); Bílkó Smiðjuvegi (33 ára) …. og …. Lesa meira
GO: Hrafnhildur og Ottó Axel klúbbmeistarar GO 2022
Meistaramót Golfklúbbsins Odds (GO) fór fram dagana 10.-16. júlí 2022. Þáttakendur, sem luku keppni í ár, voru 249 og kepptu þeir í 18 flokkum. Klúbbmeistarar GO 2022 eru þau Hrafnhildur Guðjónsdóttir og Ottó Axel Bjartmarz. Sjá má helstu úrslit hér að neðan og öll úrslit í Golfboxinu með því að SMELLA HÉR: Meistaraflokkur karla: 1 Ottó Axel Bjartmarz +33 317 (78 79 78 82) 2 Axel Óli Sigurjónsson +36 320 (84 81 80 75) 3 Óskar Bjarni Ingason +37 321 (80 84 83 74) Meistaraflokkur kvenna: 1 Hrafnhildur Guðjónsdóttir +53 337 (88 80 78 91) 2 Auður Skúladóttir +54 338 (84 83 83 88) 1. flokkur karla: 1 Ólafur Ágúst Lesa meira
GG: Þuríður og Helgi Dan klúbbmeistarar GG 2022
Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur fór fram dagana 13.-16. júlí 2022. Þátttakendur að þessu sinni, sem luku keppni voru 89 og kepptu þeir í 11 flokkum. Klúbbmeistarar GG 2022 eru þau Þuríður Halldórsdóttir og Helgi Dan Steinsson. Sjá má helstu úrslit hér að neðan en öll úrslit í Golfboxinu með því að SMELLA HÉR: Meistaraflokkur karla: 1 Helgi Dan Steinsson -1 279 (66 70 71 72) 2 Jón Júlíus Karlsson +25 305 (77 77 76 75) 3 Þorlákur G Halldórsson +26 306 (79 77 74 76) Meistaraflokkur kvenna: 1 Þuríður Halldórsdóttir +69 349 (82 88 89 90) 2 Svanhvít Helga Hammer +70 350 (90 85 88 87) 3 Gerða Kristín Hammer +115 Lesa meira
LEK: Úrslit á Íslandsmóti eldri kylfinga
Í dag, 16. júlí 2022, lauk á Jaðarsvelli á Akureyri Íslandsmóti eldri kylfinga. Mótið stóð dagana 14.-16. júlí. Sigurvegari í flokki kvenna 50+ var Þórdís Geirsdóttir, GK og var hún með mikla yfirburði í sínum flokki. Í flokki karla 50+ sigraði Jón Karlsson, GR. Í flokki kvenna 65+ var Elísabet Böðvarsdóttir, GKG sigurvegari og í flokki 65+ karla sigraði Sigurður Aðalsteinsson, GSE. Sjá má helstu úrslit hér að neðan en öll úrslit í Golfboxinu, með því að SMELLA HÉR: Konur 50+: 1 Þórdís Geirsdóttir GK +15 228 (76 75 77) 2 Ragnheiður Sigurðardóttir GKG +41 254 (82 88 84) 3 María Málfríður Guðnadóttir GKG +42 255 (89 81 85) T4 Lesa meira
Opna breska 2022: Hovland og McIlroy stinga af
Norski frændi okkar, Victor Hovland og Rory McIlroy eru efstir og jafnir fyrir lokahring Opna breska 2022. Báðir hafa þeir spilað á samtals 16. undir pari, hvor. „Cameron-arnir“ Smith og Young deila síðan 3. sætinu á samtals 12 undir pari, hvor. Si Woo Kim og Scottie Scheffler deila síðan 5. sætinu. Sjá má stöðuna á Opna breska að öðru leyti með því að SMELLA HÉR:
Golfgrín á laugardegi (29/2022)
Einn á ensku: Why did Tarzan spend so much time at the golf course? He was perfecting his swing.
Áskorendamótaröð Evrópu: Haraldur T-29 og Bjarki T-49 e. 3. dag Euram Bank Open
Geir Haraldur Franklín Magnús, GR og Bjarki Pétursson, GB hafa báðir lokið 3. hringjum sínum á Euram Bank Open, móti vikunnar á Áskorendamótaröð Evrópu. Mótið fer fram í GC Adamstal, í Ramsau, Austurríki dagana 14.-17. júlí 2022. Haraldur Franklín er búinn að spila á samtals 2 undir pari, 208 högg (71 67 70) og er T-29 fyrir lokahringinn. Bjarki hefir spilað á samtals 1 yfir pari, 211 höggum (69 70 72) og er T-49 fyrir lokahringinn. Í efsta sæti er Þjóðverjinn Freddy Schott en hann hefir spilað á 10 undir pari 200 höggum (68 68 64). Sjá má stöðuna á Euram Bank Open með því að SMELLA HÉR:
LET: Ólafía Þórunn á 71 á 3. degi Big Green Egg – Anna Nordqvist efst
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, lék í dag 3. hring á Big Green Egg, móti vikunnar á Evrópumótaröð kvenna (Ladies European Tour, skammst.: LET) og kom í hús á 71 höggi. Samtals er Ólafía Þórunn búin að spila á 3 yfir pari, 219 höggum (70 78 71) og er T-30 fyrir lokahringinn. Í efsta sæti er hin sænska Anna Nordqvist, en hún er búin að spila á samtals 7 undir pari (72 70 67). Spilað er í Rosendalsche golfklúbbnum í Arnhem, Hollandi. Sjá má stöðunaá Big Green Egg með því að SMELLA HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Anna Sigríður Pálsdóttir og Anton Ingi Arnarsson – 16. júlí 2022
Afmæliskylfingar dagsins eru tveir Anna Sigríður Pálsdóttir og Anton Ingi Arnarsson. Anna Sigríður er fædd 16. júlí 1947 og á því 75 ára merkisafmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska Önnu Sigríðii til hamingju Anna Sigríður Pálsdóttir – Innilega til hamingju með 75 ára merkisafmælið!!! Anton Ingi er fæddur 16. júlí 1997 og á því 25 ára stórafmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska Antoni Inga til hamingju Anton Ingi Arnarsson – Innilega til hamingju með 25 ára stórafmælið!!! Þess mætti loks geta að á þessum degi fyrir 10 árum birtust fréttir Lesa meira










