Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 16. 2022 | 00:01

Opna breska 2022: Cam Smith leiðir í hálfleik

Það er ástralski kylfingurinn Cameron Smith sem leiðir í hálfleik á Opna breska.

Smith hefir samtals spilað á 13 undir pari (67 64).

Tveimur höggum á eftir, í 2. sæti er forystumaður 1. dags Cameron Young frá Bandaríkjunum.

Þriðja sætinu deila síðan Rory McIlroy og Victor Hovland á samtals 10 undir pari, hvor.

Tiger Woods komst ekki í gegnum niðurskurð, en hann var miðaður við slétt par eða betra. Tiger lék á samtals 9 yfir pari (78 75). Annar þekktur kylfingur sem ekki komst gegnum niðurskurðinn var fyrirliði Evrópu í næsta Rydernum, Henrik Stenson, en aðeins munaði 1 höggi að hann næði í gegn en hann lék á 1 yfir pari (75 70).

Sjá má stöðuna á Opna breska með því að SMELLA HÉR: