GSG: Opið Páskamót Nóa Síríus í Sandgerði – Skírdag 24. mars n.k.
Í Golfklúbbi Sandgerðis fer á Skírdaginn þ.e. 24. mars n.k. fram Páskamót Nóa Síríus. Mótið er punktamót og verða allir ræstir út kl 10:00. Rástímaskráning til að raða í holl Veitt verða verðlaun frá Nóa Siríus; þ.e. í höggleik fyrir 1.-3. sæti og í punktakeppni einnig fyrir 1.-3. sæti Nándarverðlaun verða veitt á 2. , 15. og 17.braut og einnig verður dregið úr skorkortum Ekki er hægt að vinna til verðlauna í bæði höggleik og punktum. Mótanefnd áskilur sér rétt til að færa til eða aflýsa mótinu ef veður verður óhagstætt Verð í mótið er aðeins 2500 kr. Leikið er inn á sumarflatir og af sumarteigum. Hægt er að komast inn Lesa meira
GR: Jóhann Halldór púttmeistari Ecco-púttmótaraðarinnar
Á heimasíðu GR birtist eftirfarandi frétt frá Halldóri B. Kristjánssyni : „Jóhann Halldór Sveinsson púttaði best allra í vetur og varð 5 höggum betri en næstu menn á eftir. Jón Þór, Jónas Gunnars og Magnús Guðmundsson voru jafnir í öðru sæti og þurfti bráðabana til að raða þeim í sæti og varð það Jón Þór sem náði öðru sætinu, Jónas var í þriðja og Magnús í því fjórða. Liðakeppnina unnu annað árið í röð lið nr. 13, sem er skipað þeim feðgum Jón Þóri og Sindra annars vegar og Kristmundi Eggertssyni og Eggerti Kristmunds hins vegar. Endanleg úrslit Ecco-mótaraðarinnar fylgir þessum pistli eins og vera ber. Það var mikið fjör Lesa meira
LPGA: Sei Young Kim setti met og sigraði á JTBC Founders Cup
Sei Young Kim frá Suður-Kóreu sigraði á JTBC Founders Cup. Hún setti jafnframt nýtt met varðandi heildarskor en hún var á samtals 27 undir pari!!! Nr. 2 í mótinu varð nr. 1 á Rolex-heimslista kvenna, Lydia Ko á samtals 22 undir pari, eða heilum 5 höggum á eftir Kim. Í 3. sæti varð síðan bandaríski kylfingurinn Jacqui Concolino og ungi, kanadíski kylfingurinn Brooke Henderson var ein af 5 sem deildu 4. sætinu. Hinar voru: Paula Creamer, Megan Khang, Stacy Lewis og Eun-Hee Ji. Sjá má hápunkta lokahrings JTBC Founders Cup með því að SMELLA HÉR: Til þess að sjá lokastöðuna á JTBC Founders Cup SMELLIÐ HÉR:
Clarke um deilu sína við McGinley: „Það var mér að kenna“
Darren Clarke hefir upplýst að hann hafi bundið enda á 5 ára deilu við írska kylfinginn Paul McGinley og þar með lokið einni langdregnustu og bitrustu deilu í íþróttaheiminum á sl. árum. Clarke sagðist hins vegar alveg búast við því að það að hann leiddi lið Evrópu í Rydernum gæti vel kostað hann fleiri vini. Vinátta Clarke og McGinley rann út í sandinn þegar Clarke skipti um skoðun varðandi það að styðja vin sinn, sem sóttist eftir að verða fyrirliði liðs Evrópu 2014 (og varð það síðan) en Clarke ákvað að gefa sjálfur kost á á sér sem fyrirliða. Clarke gerði síðan allt verra þegar ljóst varð að hann yrði ekki Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Peter Campell —— 21. mars 2016
Það er bandaríski kylfingurinn Peter Campbell, sem er afmæliskylfingur dagsins. Hann fæddist 21. mars 1985 og á því 31 árs stórafmæli í dag. Campbell var í La Costa Canyon High School, þar sem hann spilaði bæði golf og fótbolta. Hann var í MVP deildinni nokkrum sinnum og CIF champion lokaárið sitt og var valinn í San Diego Hall of Champions Athlete of the Year. Campbell spilaði í bandaríska háskólagolfinu með liði UCLA og gerðist atvinnumaður í golfi 2008. Campbell spilaði í fyrsta PGA Tour móti sínu árið 2008 þ.e. á Buick Invitational. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Myra Abigail „Daria“ Pratt (Pankhurst-, Wright-, -Karageorgevich) f. 21. Lesa meira
PGA: Sjáið flott 20 m lokapútt Rory á lokaholu Bay Hill
Rory McIlroy lau keppni á Arnold Palmer Invitational í gær með því að setja niður 20 metra fuglapútt, sem jafnvel hann virtist undrandi á. Nr. 2 á heimslistanum lauk keppni T-26 á samtals 6 undir pari. Sjá má flott fuglapútt Rory á 18. á lokahring Arnold Palmer Invitational 2016 með því að SMELLA HÉR:
Bandaríska háskólagolfið: Haraldur Franklín og Ragnar Már hefja keppni í Texas í dag
Þeir Haraldur Franklín Magnús, GR og Ragnar Már Garðarsson, GKG hefja í dag leik á Lone Star Invitational í bandaríska háskólagolfinu. Mótið fer fram í Briggs Ranch golfclub í San Antonio, Texas. Þetta er fremur stórt mót (líkt og allt í Texas) en þátttakendur eru lið 17 háskóla auk einstaklinga, sem keppa í mótinu. Til þess að fylgjast með gengi þeirra Haraldar Franklíns og Ragnars Más SMELLIÐ HÉR:
Bandaríska háskólagolfið: Gísli Sveinbergs hefur leik í Flórída í dag
Gísli Sveinbergsson, GK og Kent State hefur leik í bandaríska háskólagolfinu í dag. Gísli tekur þátt í The Floridian, þar sem Floridian College er gestgjafi. Spilað er í Palm City í Flórída. Fylgjast má með gengi Gísla og Kent State með því að SMELLA HÉR:
Bandaríska háskólagolfið: Sunna T-28 e. 1. dag á MSU Citrus Challenge
Sunna Víðisdóttir, GR, og golflið Elon taka um þessar mundir þátt í MSU Citrus Challenge mótinu í Sorrento Flórída. Eftir 1. dag er golflið Elon í 2. sæti, en Sunna er T-28 í einstaklingskeppninni af u.þ.b. 80 þátttakendum. Sunna er aðeins 2 höggum frá því að vera í topp-10 í einstaklingskeppninni en 1. hringinn lék hún á 75 höggum. Golf 1 mun verða með frekari fréttir af mótinu um leið og úrslit berast!
Bandaríska háskólagolfið: Guðmundur Ágúst hefur leik í dag í Oregon
Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og ETSU hefur í dag leik á Airstream Adventures Northwest Classic háskólamótinu, í Canby, Oregon. Það eru 87 kylfingar frá 15 háskólum, sem þátt taka í mótinu. Mótið fer fram í Willamette Valley C.C. Fylgjast má með gengi Guðmundar Ágústar og ETSU með því að SMELLA HÉR:










