Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 22. 2016 | 09:00

LPGA: Sei Young Kim setti met og sigraði á JTBC Founders Cup

Sei Young Kim frá Suður-Kóreu sigraði á JTBC Founders Cup.

Hún setti jafnframt nýtt met varðandi heildarskor en hún var á samtals 27 undir pari!!!

Nr. 2 í mótinu varð nr. 1 á Rolex-heimslista kvenna, Lydia Ko á samtals 22 undir pari, eða heilum 5 höggum á eftir Kim.

Í 3. sæti varð síðan bandaríski kylfingurinn Jacqui Concolino og ungi, kanadíski kylfingurinn Brooke Henderson var ein af 5 sem deildu 4. sætinu.  Hinar voru: Paula Creamer, Megan Khang, Stacy Lewis og Eun-Hee Ji.

Sjá má hápunkta lokahrings JTBC Founders Cup með því að SMELLA HÉR: 

Til þess að sjá lokastöðuna á JTBC Founders Cup SMELLIÐ HÉR: