Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 22. 2016 | 07:00

Clarke um deilu sína við McGinley: „Það var mér að kenna“

Darren Clarke hefir upplýst að hann hafi bundið enda á 5 ára deilu við írska kylfinginn Paul McGinley og þar með lokið einni langdregnustu og bitrustu deilu í íþróttaheiminum á sl. árum.

Clarke sagðist hins vegar alveg búast við því að það að hann leiddi lið Evrópu í Rydernum gæti vel kostað hann fleiri vini.

Vinátta Clarke og McGinley rann út í sandinn þegar Clarke skipti um skoðun varðandi það að styðja vin sinn, sem sóttist eftir að verða fyrirliði liðs Evrópu 2014 (og varð það síðan) en Clarke ákvað að gefa sjálfur kost á á sér sem fyrirliða.

Clarke gerði síðan allt verra þegar ljóst varð að hann yrði ekki fyrirliði með því að styðja það að  Colin Montgomerie yrði þess í stað fyrirliði.

Samband þeirra Clarke og McGinley snarversnaði og á tímabili töluðust þeir ekki einu sinni við.

Á sínum tíma sagði McGinley: „Samtöl okkar eru stuttaraleg. „Hvernig hefurðu það? „Fínt“ osfrv.

Í viðtali við Mail on Sunday sl. sunnudag, sagði Clarke að hann hefði beðist afsökunar og þeir tveir hefðu grafið stríðsöxina.

„Paul og ég áttum frábært samtal í Dubai,“ sagði Clarke.

„Við hljótum að hafa staðið og talað saman í klukkutíma á æfingasvæðinu. Hann gaf með ráð um hvað hann hefði gert. Við áttum frábært samtal þarna og ég bað hann afsökunar.“

„Eftirsjá er yndisleg. Ég hef gert mistök á ferli mínum. Við höfum öll gert mistök. […] Studdi ég Monty of mikið? Nei. Ég var bara að gera það sem mér fannst rétt fyrir liðið á þeim tíma. Ég var ekkert á móti Paul. Ég sá bara valkostina. Ég var ásakaður um allt mögulegt sem ekki var rétt á þeim tíma.  Það skipti ekki máli að segja neitt því það virtist ekki skipta neinu máli.“

„Allt sem ég hafði áhyggjur af var að við gerðum hlutina rétt fyrir lið Evrópu en því var öllu snúið og hlutir staðfærðir þ.e. færðir úr höndunum á mér,“ sagði Clarke.

„En nú höfum við þroskast. Ég hef samið frið við Paul (McGinley) og hann var brillíant í Dubai og ég get aftur leitað til hans.“

Það eru bara mikilmenni sem geta viðurkennt mistök sín a.m.k. vaxa menn alltaf við það – því það eru langt frá því allir, sem geta viðurkennt mistök sín.