Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 21. 2016 | 07:40

Bandaríska háskólagolfið: Sunna T-28 e. 1. dag á MSU Citrus Challenge

Sunna Víðisdóttir, GR, og golflið Elon taka um þessar mundir þátt í MSU Citrus Challenge mótinu í Sorrento Flórída.

Eftir 1. dag er golflið Elon í 2. sæti, en Sunna er T-28 í einstaklingskeppninni af u.þ.b. 80 þátttakendum.

Sunna er aðeins 2 höggum frá því að vera í topp-10 í einstaklingskeppninni en 1. hringinn lék hún á 75 höggum.

Golf 1 mun verða með frekari fréttir af mótinu um leið og úrslit berast!