Ragnar Már Garðarsson, GKG, á 1. teig á glæsilokahringnum á Egils Gull mótinu þar sem Ragnar Már setti nýtt vallarmet af hvítum teigum – 62 högg!!! Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 21. 2016 | 11:00

Bandaríska háskólagolfið: Haraldur Franklín og Ragnar Már hefja keppni í Texas í dag

Þeir Haraldur Franklín Magnús, GR og Ragnar Már Garðarsson, GKG hefja í dag leik á Lone Star Invitational í bandaríska háskólagolfinu.

Mótið fer fram í Briggs Ranch golfclub í San Antonio, Texas.

Þetta er fremur stórt mót (líkt og allt í Texas) en þátttakendur eru lið 17 háskóla auk einstaklinga, sem keppa í mótinu.

Til þess að fylgjast með gengi þeirra Haraldar Franklíns og Ragnars Más SMELLIÐ HÉR: