Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 21. 2016 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Peter Campell —— 21. mars 2016

Það er bandaríski kylfingurinn Peter Campbell, sem er afmæliskylfingur dagsins. Hann fæddist 21. mars 1985 og á því 31 árs stórafmæli í dag.

Campbell var í La Costa Canyon High School, þar sem hann spilaði bæði golf og fótbolta. Hann var í MVP deildinni nokkrum sinnum og CIF champion lokaárið sitt og var valinn í San Diego Hall of Champions Athlete of the Year. Campbell spilaði í bandaríska háskólagolfinu með liði UCLA og gerðist atvinnumaður í golfi 2008. Campbell spilaði í fyrsta PGA Tour móti sínu árið 2008 þ.e. á Buick Invitational.

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Myra Abigail „Daria“ Pratt (Pankhurst-, Wright-, -Karageorgevich) f. 21. mars 1859 – d. 26. júní 1938 (Daria vann bronsverðlaun á Ólympíuleikunum 1900); Michael McCullough, 21. mars 1945 (71 árs); Karen Lunn, 21. mars 1966 (50 ára stórafmæli); Sören Hansen, 21. mars 1974 (42 ára); Stewart Cink, 21. mars 1973 (43 árs)

Golf 1 óskar öllum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is