Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 22. 2016 | 12:15

GSG: Opið Páskamót Nóa Síríus í Sandgerði – Skírdag 24. mars n.k.

Í Golfklúbbi Sandgerðis fer á Skírdaginn þ.e. 24. mars n.k. fram Páskamót Nóa Síríus.

Mótið er punktamót og verða allir ræstir út kl 10:00.

Rástímaskráning til að raða í holl

Veitt verða verðlaun frá Nóa Siríus; þ.e. í höggleik fyrir 1.-3. sæti og í punktakeppni einnig fyrir 1.-3. sæti

Nándarverðlaun verða veitt á 2. , 15. og 17.braut og einnig verður dregið úr skorkortum

Ekki er hægt að vinna til verðlauna í bæði höggleik og punktum.

Mótanefnd áskilur sér rétt til að færa til eða aflýsa mótinu ef veður verður óhagstætt

Verð í mótið er aðeins 2500 kr. Leikið er inn á sumarflatir og af sumarteigum.

Hægt er að komast inn á tengil til þess að skrá sig í mótið með því að SMELLA HÉR: