Afmæliskylfingur dagsins: James Bongani Kamte – 20. júlí 2022
Afmæliskylfingur dagsins er James Bongani Kamte. Hann er fæddur 20. júlí 1982 í Kwanomzamo Humansdorp, S-Afríku og fagnar því 40 ára stórafmæli í dag!!! Hann er uppnefndur „Cobra“ og spilaði aðallega á suður-afríska Sólskinstúrnum, en einnig Áskorendamótaröð Evrópu, Evrópu- og Asíutúrnum. Kamte gerðist atvinnumaður í golfi 2003. Á ferli sínum sigraði hann 1 sinni á Asíutúrnum og 4 sinnum á Sólskinstúrnum. Kamte er kvæntur Nicky (síðan 2005). Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Fred „Butch“ Baird 20. júlí 1936 (86 ára); Betty Burfeindt, 20. júlí 1945 sigurvegari LPGA Championship (77 ára); Þórleifur Gestsson, 20. júlí 1966 (56 ára); Aslaug Fridriksdottir, 20. júlí 1968 (54 ára); Thomas Cregg Lesa meira
GD: Sigrún María og Magnús klúbbmeistarar 2022
Meistaramót Golfklúbbsins Dalbúa (GD) fór fram dagana 15.-16. júlí 2022. Þátttakendur, sem luku keppni, voru 29 og kepptu þeir í 3 flokkum. Hjá konum var aðeins punktakeppni, en Sigrún María engu að síður klúbbmeistari, þar sem hún var á lægsta skorinu af konunum 194 höggum (95 99). Klúbbmeistarar GD 2022 eru þau Sigrún María Ingimundardóttir og Magnús Gunnarsson. Sjá má helstu úrslit hér að neðan og öll úrslit í Golfboxinu með því að SMELLA HÉR: Karlar: 1 Magnús Gunnarsson +9 153 (75 78) 2 Örn Helgi Haraldsson +12 156 (77 79) 3 Sigurður Jónsson +13 157 (72 85) Konur (punktakeppni): 1 Bryndís Scheving +12 156 (79 77) 2 Margrét Björk Jóhannsdóttir Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Arnfinna Björnsdóttir – 19. júlí 2022
Afmæliskylfingur dagsins er Arnfinna Björnsdóttir. Arnfinna er fædd 19. júlí 1942 og á því 80 ára merkisafmæli í dag!!! Arnfinna er þekkt fyrir klippimyndir af stemningu síldaráranna og má sjá verk hennar í vinnustofu Abbýar í Aðalgötunni á Siglufirði. Arnfinna er Bæjarlistamaður Fjallabyggðar 2017. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Sighvatur Blöndahl Frank Cassata 19. júlí 1954 (58 ára); Signhild Birna Borgþórsdóttir, 19. júlí 1963 (59 ára); Bethan Popel, 19. júlí 1995 (27 ára); Einhleypir Síða Fyrir Ykkur … og … Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og kylfingum, sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í Lesa meira
GÚ: Dýrleif Arna og Jónas klúbbmeistarar GÚ 2022
Meistaramót Golfklúbbs Úthlíðar (GÚ) fór fram dagana 15.-16. júlí 2022. Þátttakendur í ár, sem luku keppni, voru 32 og kepptu þeir í 12 flokkum. Klúbbmeistarar GÚ 2022 eru þau Dýrleif Arna Guðmundsdóttir og Jónas Guðmarsson. Sjá má helstu úrslit hér að neðan, en öll úrslit í Golfboxinu með því að SMELLA HÉR: Meistaraflokkur karla: 1 Jónas Guðmarsson +22 162 (79 83) 2 Aðalsteinn Aðalsteinsson +22 162 (79 83) 3 Guðmundur Sigurðsson +33 173 (85 88) Meistaraflokkur kvenna: 1 Dýrleif Arna Guðmundsdóttir +34 174 (88 86) 1. flokkur karla: 1 Jóhann Ríkharðsson +28 168 (78 90) 2 Georg Júlíus Júlíusson +29 169 (84 85) 3 Magnús Ólafsson +30 170 (82 88) Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Sir Nick Faldo —– 18. júlí 2022
Afmæliskylfingur dagsins er Nick Faldo. Faldo er fæddur 18.júlí 1957 og á því 65 ára afmæli í dag! Hann gerðist atvinnumaður í golfi 1976 eða fyrir 46 árum og hefir á ferli sínum sigrað í 40 mótum þ.á.m. 6 risamótum og 9 sinnum á PGA og 30 sinnum á Evróputúrnum. Sigrarnir hans 30 gera hann að þeim kylfingi sem er í 5. sæti yfir þá sem oftast hafa sigrað á evrópsku mótaröðinni. Einkalíf kylfingsins frábæra er flókið en hann er mikill kvennamaður. Um það hefir greinarhöfundur áður birt eftirfarandi grein um aðlaða afmælisbarnið: Hann kynntist fyrstu eiginkonu sinni, Melanie Rockall, þegar hann var 21 árs. Þau giftu sig 1979, en Lesa meira
Áskorendamótaröð Evrópu: Bjarki lauk keppni T-24 og Haraldur T-44 á Euram Bank Open
Bjarki Pétursson, GB og GKG og Haraldur Franklín Magnús, GR tóku þátt í móti vikunnar á Áskorendamótaröð Evrópu: Euram Bank Open. Mótið fór fram dagana 14.-17. júlí 2022 í GC Adamstal, í Ramsau, Austurríki. Bjarki átti góðan endasprett í mótinu og lauk keppni T-24 með skor upp á 2 undir pari, 278 högg (69 70 72 67) og hlaut fyrir árangur sinn €2,325.00 (u.þ.b. IKR 334.000,-) Haraldur Franklín lauk keppni T-44 og lék á 1 yfir pari, 281 höggi (71 67 70 73) og hlaut tékka upp á €1,275.00 (u.þ.b. IKR 183.000,-) Sigurvegari í mótinu var Þjóðverjinn Marc Hammer en hann spilaði á samtals 10 undir pari (68 70 66 66). Sjá má lokastöðuna á Euram Bank Open með Lesa meira
GKB: Theódóra Stella og Andri Jón klúbbmeistarar GKB 2022
Meistaramót Golfklúbbsins Kiðjabergs (GKB) fór fram dagana 14.-16. júlí 2022. Þátttakendur í ár, sem luku keppni, voru 55 og kepptu þeir í 9 flokkum. Klúbbmeistarar GKB 2022 eru þau Theodóra Stella Hafsteinsdóttir og Andri Jón Sigurbjörnsson. Helstu úrslit voru sem hér segir, en sjá má öll úrslit í Golfboxinu með því að SMELLA HÉR: og með því að SMELLA HÉR: Meistaraflokkur karla: 1 Andri Jón Sigurbjörnsson Golfklúbbur Kiðjabergs 76 78 72 = 226 2 Halldór Heiðar Halldórsson Golfklúbbur Kiðjabergs 77 81 78 = 236 3 Haraldur Þórðarson Golfklúbbur Kiðjabergs 78 76 86 = 240 Meistaraflokkur kvenna: 1 Theodóra Stella Hafsteinsdóttir Golfklúbbur Kiðjabergs 88 89 94 = 271 2 Brynhildur Sigursteinsdóttir Lesa meira
GSS: Systkinin Anna Karen og Arnar klúbbmeistarar GSS 2022
Meistaramót Golfklúbbs Skagafjarðar á Sauðárkróki (GSS) fór fram dagana 11.-16. júlí 2022. Þátttakendur í ár, sem luku keppni voru 60 og kepptu þeir í 11 flokkum. Klúbbmeistarar GSS 2022 eru systkinin Anna Karen og Arnar Hjartarbörn. Sjá má helstu úrslit hér að neðan en öll úrslit í Golfboxinu með því að SMELLA HÉR: Meistaraflokkur karla: 1 Arnar Geir Hjartarson +15 303 (73 76 76 78) 2 Atli Freyr Rafnsson +29 317 (79 84 76 78) 3 Hákon Ingi Rafnsson +31 319 (80 81 78 80) Meistaraflokkur kvenna: 1 Anna Karen Hjartardóttir +26 314 (79 81 78 76) 2 Árný Lilja Árnadóttir +58 346 (89 84 85 88) 3 Hildur Heba Lesa meira
LET: Ólafía Þórunn varð T-29 og Anna Nordqvist sigraði á Big Green Egg!
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, lauk í dag keppni á Big Green Egg mótinu, sem var mót vikunnar á Evrópumótaröð kvenna (ens.: Ladies European Tour, skammst. LET). Ólafía Þórunn lék á samtals 3 yfir pari, 291 höggi ( 70 78 71 72) og lauk keppni T-29. Fyrir árangur sinn hlaut Ólafía €2,887.50 (u.þ.b. IKR 414.500,-) Sigurvegari mótsins varð hin sænska Anna Nordqvist, en hún lék á samtals 7 undir pari, 281 högg ( 72 70 67 72). Sjá má lokastöðuna á Big Green Egg með því að SMELLA HÉR:
Opna breska 2022: Cameron Smith sigraði!!!
Það var Ástralinn Cameron Smith sem sigraði á 150. Opna breska. Sigurskor Smith var 20 undir pari, 268 högg (67 64 73 64). Cameron Smith er fæddur 18. ágúst 1993 og því 28 ára. Hann gerðist atvinnumaður í golfi 2013. Þetta er fyrsti risatitill Smith. Í 2. sæti varð Cameron Young, aðeins 1 höggi á eftir. Í 3. sæti varð síðan Rory McIlroy á samtals 18 undir pari og Tommy Fleetwood og Victor Hovland deildu 4. sætinu á samtals 14 undir pari. Sjá má lokastöðuna á Opna breska 2022 með því að SMELLA HÉR:










