Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 16. 2022 | 17:45

Áskorendamótaröð Evrópu: Haraldur T-29 og Bjarki T-49 e. 3. dag Euram Bank Open

Geir Haraldur Franklín Magnús, GR og Bjarki Pétursson, GB hafa báðir lokið 3. hringjum sínum á Euram Bank Open, móti vikunnar á Áskorendamótaröð Evrópu.

Mótið fer fram í GC Adamstal, í Ramsau, Austurríki dagana 14.-17. júlí 2022.

Haraldur Franklín er búinn að spila á samtals 2 undir pari, 208 högg (71 67 70) og er T-29 fyrir lokahringinn.

Bjarki hefir spilað á samtals 1 yfir pari, 211 höggum (69 70 72) og er T-49 fyrir lokahringinn.

Í efsta sæti er Þjóðverjinn Freddy Schott en hann hefir spilað á 10 undir pari 200 höggum (68 68 64).

Sjá má stöðuna á Euram Bank Open með því að SMELLA HÉR: