Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 16. 2022 | 17:30

LET: Ólafía Þórunn á 71 á 3. degi Big Green Egg – Anna Nordqvist efst

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, lék í dag 3. hring á Big Green Egg, móti vikunnar á Evrópumótaröð kvenna (Ladies European Tour, skammst.: LET) og kom í hús á 71 höggi.

Samtals er Ólafía Þórunn búin að spila á 3 yfir pari, 219 höggum (70 78 71) og er T-30 fyrir lokahringinn.

Í efsta sæti er hin sænska Anna Nordqvist, en hún er búin að spila á samtals 7 undir pari (72 70 67).

Spilað er í Rosendalsche golfklúbbnum í Arnhem, Hollandi.

Sjá má stöðunaá Big Green Egg með því að SMELLA HÉR: