Afmæliskylfingur dagsins: Ragna Björk Ólafsdóttir – 17. apríl 2016
Það er Ragna Björk Ólafsdóttir, klúbbmeistari kvenna í GKG 2012 og 2013, sem er afmæliskylfingur dagsins. Ragna er fædd 17. apríl 1989 og á því 27 ára afmæli í dag! Ragna spilaði m.a. með golfliði St. Leo í Flórída, í bandaríska háskólagolfinu. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Susie Redman, frá Salem OH, var á LPGA (varð m.a. í 2. sæti á Nabisco Dinah Shore risamótinu 1995), f. 17. apríl 1966 (50 ára stórafmæli!!!); Tandi Cunningham (suður-afrísk á LET varð T-2 á Lalla Meryem í Marokkó 25. mars 2012); John Gallacher 17. apríl 1981 (35 ára) … og … Helgi Ómar Pálsson, GA F. 17. apríl 1962 Lesa meira
GG: Árni Freyr og Stefán Mikael sigruðu á Opna Grillbúðin
Opna Grillbúða mótið fór fram í gær, 16. apríl á Húsatóftavelli í Grindavík og voru þeir sem luku keppni 74, 68 karl- og 6 kvenkylfingar. Af kvenkylfingunum stóð sig best Gerða Kristín Hammer, GS; var með 36 punkta og í höggleiknum golfdrottningin okkar, Þórdís Geirsdóttir, GK á glæsilegum 76 höggum! Veitt voru verðlaun fyrir besta skor og efstu 3 sætin í punktakeppninni. Á besta skorinu var Árni Freyr Sigurjónsson, GR en hann lék Húsatóftavöll á stórglæsilegu skori 3 undir pari, 67 höggum!!! Best í höggleiknum stóð sig Stefán Mikael Sverrisson, GVS, en hann var með 39 punkta, líkt og Árni Freyr, sem varð í 2. sæti í punktakeppninni og í Lesa meira
LPGA: Minjee Lee sigraði á Lotte mótinu!
Það var Minjee Lee, sem stóð uppi sem sigurvegari á Lotte Championship í Hawaii. Minjee lék á samtals 16 undir pari, 272 höggum (68 66 74 64). Fyrir sigurinn vann Minjee sér inn $ 270.000,- Í 2. sæti urðu Katie Burnett og In Gee-Chun aðeins 1 höggi á eftir. Ein í 4. sæti varð síðan Moriya Jutanugarn frá Thaílandi á samtals 14 undir pari. Til þess að sjá lokastöðuna á Lotte Championship SMELLIÐ HÉR:
PGA: Donald efstur f. lokahring RBC
Luke Donald er efstur fyrir lokahring RBC Heritage. Hann sagði í viðtali fyrir ekki allt svo löngu að honum hefði flogið í hug að hætta í golfi vegna þess hversu brösulega hefði gengið hjá honum en hann væri hættur við að hætta við. Sjá má grein Golf 1 um það þegar Donald var að hugsa um að hætta í golfi með því að SMELLA HÉR: Svona endurspeglar golfið, lífið líkt og Tiger sagði forðum. Stundum er maður á toppnum, stundum í dýpsta öldudal. Luke er búinn að spila á samtals 7 undir pari, 206 höggum (66 71 69). Öðru sætinu deila Jason Kokrak og Charley Hoffman, en báðir eru aðeins Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Ingi Rúnar Birgisson – 16. apríl 2016
Það er Ingi Rúnar Birgisson sem er afmæliskylfingur dagsins. Ingi Rúnar er fæddur 16. apríl 2000 og á því 16 ára afmæli í dag. Hann er Íslandsmeistari í höggleik í strákaflokki 2014. Komast má á facebook síðu Inga Rúnar hér að neðan Ingi Rúnar Birgisson, GKG (f. 16. apríl 2000 – 16 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Mark Haastrup, 16. apríl 1984 (32 ára); Michael Thompson, 16. apríl 1985 (31 árs) …. og …. Bjössi Garðars, GS F. 16. apríl 1962 (54 ára) Oli Magnusson F. 16. apríl 1970 (46 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem Lesa meira
Evróputúrinn: Kaymer meðal efstu e. 3. hring á Valderrama
Þýski kylfingurinn Martin Kaymer er aðeins 1 höggi á eftir fremur óþekktum frönskum kylfingi, Mike Lorenzo-Vera, en Kaymer deilir 2. sætinu með 2 öðrum: Joost Luiten og Andrew Johnston. Lorenzo-Vera hefir spilað á samtals 1 yfir pari, 214 höggum. Þeir Kaymer, Luiten og Johnston eru allir aðeins 1 höggi á eftir. Sjá má stöðuna eftir 3. dag á Opna spænska með því að SMELLA HÉR: Sjá má hápunkta 3. dags á Opna spænska með því að SMELLA HÉR:
4 franskir kylfingar settu hraðamet í golfi
Það voru 4 franskir kylfingar: Raphael Jaquelin, Romain Wattel, Grégory Havret og Alex Levy, sem settu nýtt hraðamet í golfi. Metið settu þeir í Valderrama golfklúbbnum fyrr í vikunni í undanfara Open de España. Til þess að setja metið þurfti par-5 holu, sem var meira en 500 yarda (þ.e. meira en 457 metra) og að þurfti a.m.k að fá fugl á holuna. Romain Wattel, Alex Levy, Gregory Havret og Raphael Jacquelin slógu allir högg og bættu fyrra met um 34 sekúndur eða helminguðu fyrra met. Lið frá Spáni (undir forystu Sergio Garcia) og Danmörku (undir forystu Thorbjörn Olesen) tóku einnig þátt en tókst ekki að slá nýja mettíma franska liðsins. Sjáð má hraðamet Lesa meira
Þið trúið ekki hvernig bræður Danny Willett hrekktu hann þegar þeir voru litlir!
Mestallur heimurinn uppgötvaði enska kylfinginn Danny Willett og bróður hans PJ á lokahring the Masters. Danny Willett vegna frábærrar spilamennsku hans á einu erfiðasta golfmóti heims undir pressu og bróður hans vegna fyndinna tvíta um mótið. PJ gat bara tjáð sig með tvíti því hann og eiginkona hans Sarah voru að horfa á Danny meðan krakkarnir sváfu á efri hæðum hússins. „Við erum í því að taka húsið í gegn (100%) þannig að við erum ekki með neinar dyr og gátum ekki haft hátt. Í hvert skipti sem ég æsti mig og bölvaði varð Sarah virkilega reið við mig,“ sagði Willett í podcasti við Callaway, sem er helsti stuðningsaðili bróður hans, Danny. „Rétt Lesa meira
Pro Golf Tour: Þórður 1 höggi frá því að komast g. niðurskurð í Marokkó!
Íslandsmeistarinn í höggleik, Þórður Rafn Gissurarson, GR, var aðeins 1 höggi frá þvi að komast í gegnum niðurskurð á Royal Anfa mótinu í Marokkó. Mótið er hluti af þýsku Pro Golf Tour og fer fram dagana 14.-16. apríl og lýkur því í dag. Þórður Rafn lék hringina 2 á samtals 3 yfir pari, 145 höggum (72 73) og það dugði ekki. Efstur í mótinu sem stendur er Frakkinn Antoine Schwartz, en hann hefir leikið hringina 2 á samtals 6 undir pari. Til þess að sjá stöðuna á Royal Anfa SMELLIÐ HÉR:
PGA: Chappell, Day og Hoffmann leiða e. 2. dag RBC
Það eru Kevin Chappell, Jason Day og Charley Hoffmann, sem eru efstir og jafnir í hálfleik á RBC Heritage mótinu á Hilton Head í S-Karólínu. Þeir eru allir búnir að spila á samtals 6 undir pari, 136 höggum; Chappell og Hoffmann (68 68) og Jason Day (67 69). Fjórða sætinu deila 3 snilldarkylfingar og ber þar fyrstan að telja Luke Donald, en síðan líka Patton Kizzire, sem er kylfingur sem vert er að fylgjast vel með í framtíðinni og síðan frábæra kylfinginn Russell Knox, frá Skotlandi. Allir hafa þeir spilað á 5 undir pari. Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag RBC Heritage SMELLIÐ HÉR:










