Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 17. 2016 | 07:00

PGA: Donald efstur f. lokahring RBC

Luke Donald er efstur fyrir lokahring RBC Heritage.

Hann sagði í viðtali fyrir ekki allt svo löngu að honum hefði flogið í hug að hætta í golfi vegna þess hversu brösulega hefði gengið hjá honum en hann væri hættur við að hætta við.

Sjá má grein Golf 1 um það þegar Donald var að hugsa um að hætta í golfi með því að SMELLA HÉR:

Svona endurspeglar golfið, lífið líkt og Tiger sagði forðum.  Stundum er maður á toppnum, stundum í dýpsta öldudal.

Luke er búinn að spila á samtals 7 undir pari, 206 höggum (66 71 69).

Öðru sætinu deila Jason Kokrak og Charley Hoffman, en báðir eru aðeins 1 höggi á eftir. Einn í 4. sæti á samtals 5 undir pari er framtíðarmaðurinn Patton Kizzire.

Til þess að sjá hápunkta 3. hrings RBC Heritage SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá stöðuna fyrir lokahring RBC Heritage, sem spilaður verður í kvöld SMELLIÐ HÉR: