Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 16. 2016 | 14:00

4 franskir kylfingar settu hraðamet í golfi

Það voru 4 franskir kylfingar: Raphael Jaquelin, Romain Wattel, Grégory Havret og Alex Levy, sem settu nýtt hraðamet í golfi.

Metið settu þeir í Valderrama golfklúbbnum fyrr í vikunni í undanfara Open de España.

Til þess að setja metið þurfti par-5 holu, sem var meira en 500 yarda (þ.e. meira en 457 metra) og að þurfti a.m.k að fá fugl á holuna.

Romain Wattel, Alex Levy, Gregory Havret og Raphael Jacquelin slógu allir högg og bættu fyrra met um 34 sekúndur eða helminguðu fyrra met.

Lið frá Spáni (undir forystu Sergio Garcia) og Danmörku (undir forystu Thorbjörn Olesen) tóku einnig þátt en tókst ekki að slá nýja mettíma franska liðsins.

Sjáð má hraðamet Frakkanna 4 með því að  SMELLA HÉR: