Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 17. 2016 | 10:00

GG: Árni Freyr og Stefán Mikael sigruðu á Opna Grillbúðin

Opna Grillbúða mótið fór fram í gær, 16. apríl á Húsatóftavelli í Grindavík og voru þeir sem luku keppni 74, 68 karl- og 6 kvenkylfingar.

Af kvenkylfingunum stóð sig best Gerða Kristín Hammer, GS; var með 36 punkta og í höggleiknum golfdrottningin okkar, Þórdís Geirsdóttir, GK á glæsilegum 76 höggum!

Veitt voru verðlaun fyrir besta skor og efstu 3 sætin í punktakeppninni.

Á besta skorinu var Árni Freyr Sigurjónsson, GR en hann lék Húsatóftavöll á stórglæsilegu skori 3 undir pari, 67 höggum!!!

Best í höggleiknum stóð sig Stefán Mikael Sverrisson, GVS, en hann var með 39 punkta, líkt og Árni Freyr, sem varð í 2. sæti í punktakeppninni og í 3. stæi var síðan Adam Örn Stefánsson, GVS á 37 (19 18) punktum, líkt og heimamaðurinn Guðmundur Andri Bjarnason, GG sem þó var með færri punkta en Adam Örn á seinni 9 (eða 20 17).