Þórður Rafn
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 16. 2016 | 09:00

Pro Golf Tour: Þórður 1 höggi frá því að komast g. niðurskurð í Marokkó!

Íslandsmeistarinn í höggleik, Þórður Rafn Gissurarson, GR, var aðeins 1 höggi frá þvi að komast í gegnum niðurskurð á Royal Anfa mótinu í Marokkó.

Mótið er hluti af þýsku Pro Golf Tour og fer fram dagana 14.-16. apríl og lýkur því í dag.

Þórður Rafn lék hringina 2 á samtals 3 yfir pari, 145 höggum (72 73) og það dugði ekki.

Efstur í mótinu sem stendur er Frakkinn Antoine Schwartz, en hann hefir leikið hringina 2 á samtals 6 undir pari.

Til þess að sjá stöðuna á Royal Anfa SMELLIÐ HÉR: