Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 16. 2016 | 09:30

Þið trúið ekki hvernig bræður Danny Willett hrekktu hann þegar þeir voru litlir!

Mestallur heimurinn uppgötvaði enska kylfinginn Danny Willett og bróður hans PJ á lokahring the Masters.

Danny Willett vegna frábærrar spilamennsku hans á einu erfiðasta golfmóti heims undir pressu og bróður hans vegna fyndinna tvíta um mótið.

PJ gat bara tjáð sig með tvíti því hann og eiginkona hans Sarah voru að horfa á Danny meðan krakkarnir sváfu á efri hæðum hússins.

Við erum í því að taka húsið í gegn (100%) þannig að við erum ekki með neinar dyr og gátum ekki haft hátt. Í hvert skipti sem ég æsti mig og bölvaði varð Sarah virkilega reið við mig,“ sagði Willett í podcasti við Callaway, sem er helsti stuðningsaðili bróður hans, Danny. „Rétt eftir að Spieth sló í vatnið fór yngsta barn okkar Cooper að gráta og Sara bölvaði mér og sagði mér að hafa hljótt annars væri „Divorceville“ (þ.e. Skilnaðarbær) handan við hornið ef hún yrði að fara upp meðan Danny væri klæddur í græna jakkan.“

Sem betur fer kom aldrei til þess. PJ sagði að Danny myndi borga fyrir húsið nú þegar hann hefði unnið eitt hæsta verðlaunafé í golfi; en honum hefði líka vegnað vel í veðmáli, en hann lagði pening undir á bróður sinn.

Mestallt viðtal Callaway við PJ, bróður Danny var þó fókusað á hvernig hefði verið að alast upp með Danny. PJ staðfesti að foreldrar þeirra hefðu sett mikinn pening í golfferil Danny („Þeir hunsuðu okkur hin“ grínaðist PJ) en það er nokkuð sem hefir breyst á sl. árum. „Hann er orðinn svolítið vélrænn,“ sagði PJ. „Hann er alltof upp með sér.  Hann heldur að hann sé aðalnúmerið!“ (Allt í gríni, því í raun eru PJ og hinir bræður Danny afar stoltir af honum).

En það var nú aldeilis ekki alltaf svo. Sem sá yngsti af 4 bræðrum þá var lífið oft ekki auðvelt hjá Danny. PJ sagði frá prakkarastriki sem hann og bræður hans gerðu Danny þegar hann var aðeins 12 ára. Þeir fengu Danny til þess að fara í farangursgeymslu bíls og léku síðan að þeir hefðu verið stoppaðir af löggunni, sem reiður heimtaði að fá að líta í farangursgeymsluna. Þegar þeir opnuðu farangursgeymsluna afar hægt, þá lá þar Danny samanhnipraður af hræðslu.

Hann skalf og var með augun lokuð og hélt að löggan væri að fara að taka hann … hann var skelfingu lostinn,“ sagði PJ brosandi.

PJ man líka eftir því að þeir bræðurnir hafi spilað fótbolta á hverjum degi en Danny hafi fremur hallast að golfi, alla tíð.

Þessi 12 ára strákur (Danny) kom með kylfuna sína og bolta og sló aftur fyrir sig og við sögðum „Þvílíkur lúser,“ sagði PJ.

En það rættist úr „lúsernum,“

Nú erum við allir örvætingafullir og vonumst eftir að hann sé vinur okkar og gefi okkur pening!“ hló PJ.