Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 17. 2016 | 09:00

LPGA: Minjee Lee sigraði á Lotte mótinu!

Það var Minjee Lee, sem stóð uppi sem sigurvegari á Lotte Championship í Hawaii.

Minjee lék á samtals 16 undir pari, 272 höggum (68 66 74 64).  Fyrir sigurinn vann Minjee sér inn $ 270.000,-

Í 2. sæti urðu Katie Burnett og In Gee-Chun aðeins 1 höggi á eftir.

Ein í 4. sæti varð síðan Moriya Jutanugarn frá Thaílandi á samtals 14 undir pari.

Til þess að sjá lokastöðuna á Lotte Championship SMELLIÐ HÉR: