Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 18. 2016 | 11:25

GKG: Nýir vertar á Mulligan

Þau Trausti Víglundsson og hjónin Íris Ágústsdóttir og Ægir Friðriksson munu taka við sem vertar hjá GKG. Stefna þau á að hefja veitingaþjónustuna um það leiti sem vellir opna eða um mánaðarmótin. Trausti er gamalreyndur úr golfheiminum, var meðal annars vert hjá Nesklúbbnum, Oddi og GR. Hann hefur séð um veitingareksturinn hjá Hótel Sögu, í 11 ár sá hann um veitingareksturinn hjá Hótel Loftleiðum og undanfarin 5 ár hefur hann verið fagstjóri hjá Icelandair Hotels Group og séð um kennslu á öllum 20 hótelum keðjunnar. Trausti hefur jafnframt verið prófdómari við Hótel- og matvælaskólann og séð um fræðslustörf fyrir Samtök ferðaþjónustunnar og Matvís. Þau Íris og Ægir hafa rekið saman Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 18. 2016 | 11:11

Ólöf María endaði í 31. sæti á Írlandi

Ólöf María Einarsdóttir, úr Golfklúbbi Mosfellsbæjar, lék á Opna írska stúlknamótinu sem fram fór á Roganstow vellinum um helgina. Ólöf María, sem lék áður fyrir Hamar á Dalvík, er fædd í apríl árið 1999 og er hún 17 ára gömul. Ólöf María endaði í 31. sæti á 16 höggum yfir pari vallar (71-73-85) 229 högg. Sigurvegari mótsins var norski kylfingurinn Celine Borgen en hún lék á pari vallar samtals. Sjá má lokastöðuna á Opna írska stúlknamótinu með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 18. 2016 | 10:25

Hver er kylfingurinn: Minjee Lee?

Í gær sigraði ástralski kylfingurinn Minjee Lee Lotte Championship á Hawaii og vann þar með sinn 2. sigur (ef ekki 3. á LPGA mótaröðinni!) Hver er þessi fallegi, hæfileikaríki kylfingur? Minjee Lee fæddist 27. maí 1996 og verður því 20 ára í næsta mánuði. Hún er frá Perth í Ástralíu. Minjee varð nr. 1 á heimslista áhugamanna í golfi 26. febrúar 2014 eftir sigur á  Oates Victorian Open á ástralska ALPG túrnum. Hún hafði þó stutta viðdvöl þar því í september 2014 varð Minjee atvinnumaður í golfi.  Golf World tók við það tækifæri eftirfarandi viðtal við Minjee SMELLIÐ HÉR:  Meðal stærstu sigra hennar sem áhugamanns eru U.S. Girls’ Junior (árið 2012) og eins Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 18. 2016 | 10:00

GK: Drífið ykkur á helgargolfnámskeið!

Nú þegar golftímabilið er við það að hefjast með fullum þunga er um að gera að skella sér á námskeið í golfi til þess að vera sem best búin/n undir sumarið! Boðið er upp á helgarnámskeið í Hraunkoti. Námskeiðin eru fimm tímar og hentar vel bæði þeim sem eru að byrja eða eru lengra komin. Farið er yfir öll helstu grunnatriði í púttum, vippum og sveiflu. Þetta er sem segir fín leið til þess að byrja tímabilið á sem bestan hátt. Kennarar eru Karl Ómar og Björn Kristinn PGA golfþjálfarar hjá Keili NÁMSKEIÐ UM HELGAR 1) laugardagur 30. apríl og sunnudagur 1. maí kl. 9:30 til 12:00 eða 2) laugardagur Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 18. 2016 | 08:30

Rory og Monty meðal þeirra örlátustu

Sunday Times birti í gær (17. apríl 2016)  lista yfir það fræga fólk (ens.: celebrities) sem eru hvað örlátast að gefa til góðgerðarmála á Bretlandseyjum. Meðal topp-10 eru þrír íþróttamenn og eru tveir þeirra kylfingar þ.e.  Rory McIlroy og Colin Montgomerie (Monty). Þriðji íþróttamaðurinn er fótboltagoðsögn Manchester United og Real Madrid, David Beckham, sem er í 3. sæti og gefur meira en framangreindir kylfingar til samans. Sá sem er á toppi listans er söngvarinn Elton John en hann gaf £26.8milljónir (rúma 5 milljarða íslenskra króna) til góðgerðarmála. Rory gaf  rúma £1milljón (u.þ.b. 176 milljónir íslenskra króna) og er nr. 8 á listanum yfir þá örlátustu. Hann varði fé sínu þ.e.  £780,000 til eigin styrktarstofnunar, sem styrkir Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 18. 2016 | 08:00

PGA: Hvað var í sigurpoka Grace?

Eftirfarandi var í sigurpoka Branden Grace, sem sigraði á RBC Heritage: Dræver: Callaway XR16 Sub Zero (Fujikura Six Tour Spec 60X skaft), 8.5 ° 3-tré: Callaway Big Bertha Alpha 816 (Fujikura Speeder 757X Evolution skaft), 16 ° Utility járn: Callaway Apex UT (3-járn; True Temper Project X 6.5 skaft) Járn: Callaway X Forged ’13 (4-PW; True Temper Project X 6.5 sköft) Fleygjárn: Callaway Mack Daddy 2 Tour Grind (52-10T, 56-11T and 60-9T °; True Temper Project X 6.5 sköft) Pútter: Odyssey Versa V Line (White-Black-White) Bolti: Titleist Pro V1x

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 18. 2016 | 01:14

PGA: Grace sigraði á RBC

Það var Branden Grace frá Suður-Afríku, sem sigraði á RBC Heritage. Sigurskor Grace var 9 undir pari, 275 högg (66 74 69 66). Í 2. sæti urðu Luke Donald og Russel Knox frá Skotlandi, tveimur höggum á eftir eða á 7 undir pari. Nýliðinn snaggaralegi, með skrítnu kylfurnar, Bryson de Chambeau og Kevin Na deildu síðan 4. sætinu á 5 undir pari, hvor. Sjá má viðtal við Grace eftir sigurinn með því að SMELLA HÉR:  Sjá má hápunkta lokahrings RBC Heritage með því að SMELLA HÉR:  Sjá má lokastöðuna á RBC Heritage með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 17. 2016 | 20:00

GM: Anton Ingi sigraði á Opna Vorboðanum

Í gær, 16. apríl 2016 fór fram Opni Vorboðinn, punktamót hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar. Það var Norðanmaðurinn Anton Ingi Þorsteinsson, GA, sem kom, sá og sigraði. Hann var bæði á fínu skori, 75 höggum og sigraði í punktakeppninni var með 39 punkta (20 19). Í 2. sæti, einnig á 39 punktum (21 18) var Dagur Þórhallsson úr GKG. Í 3. sæti var síðan Sveinn Snorri Sverrisson, GKB á 38 punktum (16 22).  Haraldur Sverrisson, GM var einnig á 38 punktum en með færri punkta á seinni 9 (18 20). Alls luku 127 kylfingar leik í mótinu; þar af 14 kvenkylfingar. Af þeim stóð sig best Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR, en hún Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 17. 2016 | 19:00

Hver er kylfingurinn: Andrew Johnston?

Enski kylfingurinn, Andrew Johnston, sigraði í dag á Andrew Johnston fæddist í London, Englandi, 18. febrúar 1989 og er því 27 ára. Hann var mjög efnilegur áhugamaður og var m.a. í strákaliði Breta&Íra á Jacques Léglise Trophy. Johnston gerðist atvinnumaður 2009 og sigraði fyrsta mót sitt sem atvinnumaður sama ár á Jamega Tour, sem m.a. Þórður Rafn „okkar“ Gissurarson hefir keppt á. Keppnistímabilið 2010 spilaði Johnston á  Jamega Tour,  PGA EuroPro Tour og var farin að fá boð í mót á Áskorendamótaröðina (ens. Challenge Tour). En „break-through-ið“ kom á keppnistímabilinu 2011. Hann spilaði á fyrsta mótinu sínu á Evróputúrnum í Alfred Dunhill Championship í Suður-Afríku og vegna góðs árangurs þar fékk hann að taka Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 17. 2016 | 18:00

Evróputúrinn: Johnston sigraði á Opna spænska

Það var fremur óþekktur enskur kylfingur, Andrew Johnston, sem sigraði á Opna spænska. Johnston lék á samtals 1 yfir pari, 285 höggum (67 74 74 70). Þetta er fyrsti sigur Johnston á Evrópumótaröðinni og fyrir vikið fær hann 333.330 pund (um 58 milljónir íslenskra króna) í verðlaunafé. Í 2. sæti varð Hollendingurinn Joost Luiten, 1 höggi á eftir. Heimamaðurinn Sergio Garcia varð í 3. sæti á 3 yfir pari. Já, Valderrama lék bestu kylfinga Evrópu grátt; ekkert heildarskor var yfir pari! Til þess að sjá lokastöðuna á Opna spænska SMELLIÐ HÉR: