Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 22. 2016 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Jóna Bjarnadóttir – 22. apríl 2016

Afmæliskylfingur dagsins er Jóna Bjarnadóttir. Hún er fædd 22. apríl 1951 og er því 65 ára. Jóna er í Golfklúbbnum á Vatnsleysuströnd (GVS). Hún er gift og á 3 börn: Bjarna Þór, Láru Þyrí og Hrafnhildi. Komast má á Facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Jónu til hamingju hér fyrir neðan: Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag eru: Deane R. Beman 22. apríl 1938 (78 ára); Eric Allen Axley, 22. apríl 1974 (42 ára) …. og ….. Valmar Väljaots Anna Lárusdóttir F. 22. apríl 1958 Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 22. 2016 | 15:00

Evróputúrinn: Lee í forystu í Kína – Hápunktar 2. dags

Það er Soomin Lee, sem leiðir eftir 2. dag á Shenzhen Open, í Genzon GC í Kína. Hann hefir samtals leikið á 13 undir pari, 131 höggi (66 65) – bætti glæsti frammistöðu sína frá því í gær um 1 högg!!! Í 2. sæti er Hollendingurinn Joost Luiten, á samtals 10 undir pari, 134 höggum. Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Shenzhen Open SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá stöðuna á Shenzhen Open SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 22. 2016 | 14:00

Ásta Birna T-35 e. 1. dag Opna skoska

Ásta Birna Magnúsdóttir, sem keppir fyrir Golf Club Paderborn er T-35 eftir 1. dag á Opna skoska, sem hófst í dag, en leikið er á Royal Troon golfvellinum í Skotlandi, dagana 22.-24. apríl 2016. Ásta Birna lék á 5 yfir pari, 77 höggum.  Þátttakendur eru 90 og hafa 2 dregið sig úr mótinu eða hætt keppni. Berglind Björnsdóttir, GR, keppir einnig á mótinu en átti því miður ekki góðan dag og er í einu af neðstu sætunum í mótinu. Í efsta sæti eftir 1. dag er írska stúlkan Olivia Mehaffey, sem lék á 5 undir pari, 67 höggum. Sjá má stöðuna eftir 1. dag með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 22. 2016 | 13:00

LPGA: Ryu leiðir e. 1. dag á Swinging Skirts

Það er So Yeon Ryu, sem leiðir eftir 1. dag á Swinging Skirts LPGA Classic mótinu, sem er mót vikunnar á LPGA. Ryu lék á nýju vallarmeti 9 undir pari, 63 höggum, þar sem hún fékk 9 fugla og 9 pör, skilaði sem sagt skollalausu skorkorti! Spilað er venju skv. á golfvelli Lake Merced golfklúbbsins í Daly City, Kaliforníu. Í 2. sæti er Haru Nomura frá Japan á 7 undir pari, 65 höggum og í 3. sæti Azahara Muñoz, Christel Boeljon og Xi Yu Lin frá Kína, allar á 2 undir pari, 70 höggum, þannig að á þessu sést að þær Ryu og Nomura eru í algerum sérflokki! Sjá má viðtal Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 22. 2016 | 12:00

Ljóðskáldið Rudyard Kipling og golf?

Við á Golf 1 erum skáldleg, sum okkar reyndar gangandi skáld. A.m.k. eru ljóð í miklu uppáhaldi. Eitt af uppáhaldsskáldunum er breska ljóðskáldið og rithöfundurinn Rudyard Kipling, sem á sama afmælisdag og Tiger Woods, 30. desember.  Að vísu fæddist Rudyard nákvæmlega 110 árum fyrir daga Tigers,  þ.e. árið 1865 í Bombay á Indlandi og dó löngu fyrir daga Tigers, 18. júní 1936.  Flest börn kannast við sögur Kipplings um Mowgli úr Frumskógarbókinni (Jungle Book) en hann var líka fyrirmyndar ljóskáld og er eitt af fallegustu ljóðum hans, ljóðið “If”. Golf 1 rakst á gríngolfútúrsnúning af ljóðinu “If” í nýjasta blaði Golf Monthly, marsheftinu, þar sem frasar úr því eru heimfærðir Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 22. 2016 | 11:30

Frægir kylfingar: Rudyard Kipling – höfundur Frumskógarbókarinnar

Breski höfundurinn og ljóðskáldið Rudyard Kipling, ritaði m.a. “Frumskógarbókina” (Jungle Book) sem nú er að slá öll aðsóknarmet í bíó, hér á landi um þessar mundir. Eins skrifaði hann m.a. ljóðið “If”, sem birtist hér á Golf 1 síðar í dag. Kipling, á sama afmælisdag og Tiger, 30. desember en var fæddur nokkru fyrr en golfgoðsögnin þ.e. árið 1865 og dó 18. janúar 1936 70 ára að aldri. Hann hlaut nóbelsverðlaunin í bókmenntum líkt og Halldór „okkar“ Laxness, en þó öllu fyrr þ.e. 1907 – en Laxness hlaut nóbelinn sinn 1955 ef einhver skyldi vera búinn að gleyma því. Kipling spilaði öfugt við Laxness golf af og til alla ævi sína. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 22. 2016 | 10:00

GÞ: Óskar Logi sigraði á Opna Hótel Selfoss mótinu

Í gær, Sumardaginn fyrsta fór fram Opna Hótel Selfoss mótið á Þorláksvelli. Úrslit í Opna Hótel Selfoss mótinu voru eftirfarandi: PUNKTAKEPPNI 1.sæti. Óskar Logi Sigurðsson GÞ 40 punktar 2.sæti. Otri Smárason. GOS. 34 punktar 3.sæti. Óskar Gíslason. GÞ. 33 punktar BESTA SKOR 1.sæti Adam Örn Stefánsson GVS 77 högg NÁNDARVERÐLAUN 7.braut Páll Eyvindsson. 1.76m 12.braut Úlfar Þór Davíðsson 1.58m Mótanefnd og Golfklúbbur Þorlákshafnar þakkar kylfingum fyrir daginn vinningar verða sendir í pósti,vinsamlegast sendið upplýsingar um heimilisföng á skari1010@gmail.com

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 22. 2016 | 09:15

Challenge Tour: Þórður Rafn úr leik

Íslandsmeistarinn í höggleik, Þórður Rafn Gissurarson, GR, er úr leik á Red Sea Egyptian Challenge, en mótið fer fram í Sohkna golfklúbbnum í Ain Sokhna, Suez í Egyptalandi. Þetta er mót á Challenge Tour þ.e. Áskorendamótaröðinni og var Þórði Rafni boðin þátttaka í mótinu. Þórður Rafn lék hringina 2 sem hann spilaði á 11 yfir pari 155 höggum (79 76);  bætti sig seinni daginn um 3 högg, en það dugði skammt. Þórður Rafn úr leik og munaði 14 höggum að hann kæmist gegnum niðurskurð, en niðurskurður var miðaður við 2 undir pari. Til þess að sjá stöðuna í Red Sea Egyptian Challenge SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 22. 2016 | 09:00

PGA: Steele eftstur e. 1. dag í Texas

Það er Bandaríkjamaðurinn Brendan Steele sem er efstur eftir að leik var frestað á móti vikunnar á PGA Tour þ.e. Valero Texas Open. Steele var kominn í 8 undir par eftir 13 holur. Í 2. sæti er Charley Hoffman á 6 undir pari, 66 höggum. Stuart Appleby og Peter Malnati deila síðan 3. sætinu á 5 undir pari, 67 höggum, hvor. Hér má sjá „The Takeaway“ af 1. dag SMELLIÐ HÉR:  Sjá má stöðuna á Valero Texas Open með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 22. 2016 | 08:45

Ásta Birna og Berglind taka þátt í Opna skoska – Fylgist með hér!!!

Tveir íslenskir kvenkylfingar eru með á Opna skoska kvenmótinu, sem fram fer á Royal Troon golfvellinum í Skotlandi, dagana 22.-24. apríl 2016. Þetta eru þær Ásta Birna Magnúsdóttir, sem keppir fyrir Golf Club Paderborn í Þýskalandi og Berglind Björnsdóttir, GR. Mótið nefnist The Helen Holm Scottish Women’s Open Stroke Play Championship á ensku. Golf 1 óskar þeim Ástu Birnu og Berglindi góðs gengis!!! Til þess að fylgjast með stöðunni á Opna skoska SMELLIÐ HÉR: