Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 23. 2016 | 12:45

Bandaríska háskólagolfið: Guðmundur Ágúst og ETSU luku leik í 4. sæti á Wolfpack Intercollegiate

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og golflið ETSU kepptu á Wolfpack Intercollegiate mótinu 16.-17. apríl sl. Þáttakendur voru 93 frá 17 háskólum. Keppt var á Lonnie Poole golfvellinum í NC State Raleigh, Norður Karólínu. Guðmundur Ágúst lék á samtals 4 yfir pari, 146 höggum (74 72) og varð T-24 þ.e. deildi 24. sætinu í einstaklingskeppninni með 5 öðrum kylfingum.  ETSU, golflið Guðmundar Ágúst hafnaði í 4. sæti af 17 háskólaliðum, sem er góður árangur! Sjá má lokastöðuna á Wolfpack Intercollegiate með því að SMELLA HÉR:  Næsta mót Guðmundar Ágústs og ETSU er á morgun 24. apríl en það er Southern Conference svæðismótið, sem fer fram á Pinehurst.

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 23. 2016 | 12:30

Berglind úr leik á Opna skoska

Berglind Björnsdóttir, GR, tók þátt í Opna skoska eða The Helen Holm Scottish Women’s Open Stroke Play Championship eins og það heitir á ensku. Hún hefir nú lokið leik og ljóst að hún kemst ekki gegnum niðurskurð. Berglind átti afar erfiða byrjun, lék á 14 yfir pari, 86 höggum fyrsta hring og því ljóst í hvað stefndi. Samtals lék Berglind á 21 yfir pari 165 höggum (86 79) og bætti sig um heil 7 högg á seinni hringnum, en það dugði ekki. Hún hafnaði í 85. sæti af 93 keppendum. Allt stefnir í að hinn íslenski keppandinn í mótinu, Ásta Birna Magnúsdóttir, sem keppnir fyrir Golf Club Paderborn, komist í gegn Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 23. 2016 | 12:00

GÞH: Sérstakt tilboð nú um helgina – Vallargjöld aðeins kr. 1000!

Þverárvöllur á Hellishólum kemur vel undan vetri. Vorverkin eru hafin á vellinum hjá Golfklúbbi Þverár og hafa flatirnar verið slegnar. Um þessa helgi, 23.-24. apríl, verður sérstakt tilboð fyrir kylfinga þar sem vallargjaldið er 1.000 kr. fyrir hvern kylfing. Sjá má nánar um þetta góða tilboð með því að skoða heimasíðu Hellishóla SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 23. 2016 | 10:30

GHG: Jón Hafsteinn sigraði á Jaxlamótinu!

Sumardaginn 1. þ.e. 21. apríl fór fram Jaxlamótið á Gufudalsvelli í Hveragerði, en mótið var hluti af vinnudegi. Forvinnudagur var haldinn 16. apríl s.l. og rétt til þátttöku í mótinu höfðu þeir sem tekið höfðu þátt í öðrum hvorum vinnudaganna. Vinnudagurinn, Sumardaginn fyrsta hófst kl. 9.30 svo var súpa í hádeginu og svo Jaxlamótið eftir mat. Þátttakendur í Jaxlamótinu voru 17 þar af 2 kvenkylfingar. Úrslit í Jaxlamótinu voru eftirfarandi: 1 sæti Jón Hafsteinn Eggertsson 17 punktar 2 sæti Erlingur Arthúrsson 16 punktar 3 sæti Ingibjörg Mjöll Pétursdóttir 14 punktar

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 23. 2016 | 09:30

Bandaríska háskólagolfið: Rúnar T-30 e. 1. dag Big Ten

Rúnar Arnórsson, GK og golflið Minnesota háskóla keppa nú í Big Ten Championships. Leikið er á Victoria National GC, í Newburgh, Indiana. Rúnar lék fyrsta hringinn á 2 yfir pari, 74 höggum og er T-30 sem stendur. Þátttakendur í mótinu eru 70 frá 14 háskólum, bestu kylfingar á svæði Minnesota háskóla. Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag Big Ten Championship SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 23. 2016 | 09:00

PGA: Steele stálharður í Texas – Hápunktar 2. dags

Brendan Steele er enn efstur á Valero Texas Open eftir 2. dag. Hann er búinn að spila á samtals 10 undir pari, 134 höggum (64 70) og hefir 3 högga forystu á þá sem næstir koma. Það eru þeir Charley Hoffman, Scott Langley og Stuart Appleby allir á 7 undir pari. Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Valero Texas Open SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá stöðuna á Valero Texas Open SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 23. 2016 | 07:15

LPGA: Nomura efst í hálfleik á Swinging Skirts

Japanska stúlkan Haru Nomura er efst í hálfleik á Swinging Skirts LPGA Classic mótinu. Nomura hefir leikið á samtals 9 undir pari, 135 höggum (65 70). Öðru sætinu deila 3: Minjee Lee frá Ástralíu og svo So Yeon Ryu og Na Yeon Choi frá S-Kóreu; allar á 6 undir pari. Lydia Ko er síðan í 4 stúlkna hópi sem er í 5. sæti á 5 undir pari. Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Swinging Skirts LPGA Classic SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá stöðuna á Swinging Skirts LPGA Classic SMELLIÐ HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 23. 2016 | 07:00

GO: Vorfundur á morgun!

Vorfundur GO fer fram sunnudaginn 24. apríl og hefst fundurinn kl. 16:00 í golfskálanum á Urriðavelli. Þar verða ýmis mál er snúa að golfsumrinu hér í Urriðavatnsdölum til umræðu og verður meðal annars farið yfir stöðu valla, framkvæmdir og áætlun um opnun bæði Urriðavallar og Ljúlfings. Meðal þess sem verður til umræðu á vorfundi GO er eftirfarandi: *Ástand og áætluð opnun Urriðavallar *Evrópumót kvennalandsliða *Meistaramót GO 2016 *Nýir golfbílar á Urriðavelli Vorfundir GO hafa verið afar vel sóttir á undanförnum árum og var fullt út úr húsi á síðasta ári. GO hvetur félagsmenn til að fjölmenna og taka þátt í að gera starf klúbbsins enn betra. Boðið verður upp á kaffi Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 22. 2016 | 18:00

Bandaríska háskólagolfið: Guðmundur Ágúst lauk keppni T-3 á The Greenbrier – ETSU varð nr. 1 í liðakeppninni!!!

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og golflið ETSU tók þátt í The Greenbrier Collegiate Invitational, dagana 11.-12. apríl s.l.  Mótið fór fram í White Sulphur Springs í Vestur Virginíu. Eftir 36 holur var Guðmundur Ágúst T-1 þ.e. jafn öðrum í 1. sæti. Þetta var stórt háskólamót – Þátttakendur u.þ.b. 90 frá 17 háskólum! Guðmundur Ágúst lék á samtals á sléttu pari (70 68 72) og lauk keppni T-3 þ.e. deildi 3. sætinu með öðrum kylfingi, sem er glæsilegur árangur! Sjá má lokastöðuna í einstaklingskeppninni á The Greenbrier með því að SMELLA HÉR:  Sjá má lokastöðuna í liðakeppninni á The Greenbrier með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 22. 2016 | 17:00

GM: Júlíus Elliðason sigraði á Opna sumarmótinu!

Í gær, Sumardaginn fyrsta fór fram Opna sumarmót GM á Hlíðavelli í Mosfellsbæ í samstarfi við Golfbrautina. Alls tóku 133 kylfingar þátt í mótinu. Þeir fengu fallegt veður við Leirvogin í dag þó örlítð kalt væri á köflum. Úrslit í mótinu voru sem hér segir: Punktakeppni: 1. Júlíus Elliðason, GR, 39 punktar 2. Sigurður Óli Sumarliðason, GM, 38 punktar 3. Sveinn Andri Sigurpálsson, GM, 37 punktar ( 21 punktur seinni 9 ) Nándarverðlaun: 1. braut Skúli Baldursson, GM, 1,03m 9. braut Júlíus Elliðason, GR, 3,17m 12. braut Högni Jónsson, GM, 1,46m 15. braut Arna Rún Kristjánsdóttir, GM, 2,07m Vinningshafar geta nálgast vinninga í skálanum á Hlíðavelli á laugardag eða sunnudaginn næsta Lesa meira