Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 22. 2016 | 14:00

Ásta Birna T-35 e. 1. dag Opna skoska

Ásta Birna Magnúsdóttir, sem keppir fyrir Golf Club Paderborn er T-35 eftir 1. dag á Opna skoska, sem hófst í dag, en leikið er á Royal Troon golfvellinum í Skotlandi, dagana 22.-24. apríl 2016.

Ásta Birna lék á 5 yfir pari, 77 höggum.  Þátttakendur eru 90 og hafa 2 dregið sig úr mótinu eða hætt keppni.

Berglind Björnsdóttir, GR, keppir einnig á mótinu en átti því miður ekki góðan dag og er í einu af neðstu sætunum í mótinu.

Í efsta sæti eftir 1. dag er írska stúlkan Olivia Mehaffey, sem lék á 5 undir pari, 67 höggum.

Sjá má stöðuna eftir 1. dag með því að SMELLA HÉR: