Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 22. 2016 | 09:15

Challenge Tour: Þórður Rafn úr leik

Íslandsmeistarinn í höggleik, Þórður Rafn Gissurarson, GR, er úr leik á Red Sea Egyptian Challenge, en mótið fer fram í Sohkna golfklúbbnum í Ain Sokhna, Suez í Egyptalandi.

Þetta er mót á Challenge Tour þ.e. Áskorendamótaröðinni og var Þórði Rafni boðin þátttaka í mótinu.

Þórður Rafn lék hringina 2 sem hann spilaði á 11 yfir pari 155 höggum (79 76);  bætti sig seinni daginn um 3 högg, en það dugði skammt.

Þórður Rafn úr leik og munaði 14 höggum að hann kæmist gegnum niðurskurð, en niðurskurður var miðaður við 2 undir pari.

Til þess að sjá stöðuna í Red Sea Egyptian Challenge SMELLIÐ HÉR: