Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 1. 2017 | 14:00

Nýju strákarnir á PGA 2018: Troy Merritt (38/50)

Það voru 25 efstu á peningalista Web.com Tour sem hlutu kortin sín og þar með fullan spilarétt á PGA Tour, keppnistímabilið 2017-2018. Golf 1 hefir haft þann vana á undanförnum árum að kynna alla þessa 50 nýju og ekki svo nýju, sem hins vegar hljóta spilarétt sinn að nýju á PGA Tour í gegnum 2. deildina, Web.com Tour. Byrjað var á því að kynna þá 25 sem efstir voru á peningalista Web.com Tour og hlutu þannig kortin sín í 1. deild, PGA Tour. Líkt og venja er hér á Golf 1 var byrjað að kynna þann, sem rétt slapp inn í gegnum peningalistann og síðan endað á þeim sem var Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 1. 2017 | 10:00

Til hamingju Ísland – 1. desember 2017!

Í dag er Fullveldisdagurinn og við höldum upp á að Ísland hlaut fullveldi 1. desember 1918 undan Danmörku. Fullveldi felur í sér að fara með æðstu stjórn, dóms-, löggjafar- og framkvæmdavalds, skv. kenningunni um þrískiptingu ríkisvalds yfir landsvæði eða hóp fólks. Það er ýmist ríkisstjórn eða þjóðhöfðingi sem fer með fullveldið. Ísland hlaut fullveldi í dag fyrir 99 árum, en varð ekki sjálfstætt fyrr en 17. júní 1944 – 100 ára afmæli fullveldis Íslands eftir 1 ár! Ástæðan er sú að Íslendingar viðurkenndu danska konunginn áfram sem þjóðhöfðingja sinn og utanríkisstefna Íslands var áfram í höndum Dana. Golf 1 óskar kylfingum landsins, sem öðrum Íslendingum til hamingju með daginn!


Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 1. 2017 | 07:15

Birgir Leifur náði niðurskurði á ástralska PGA!!!!

Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG náði þeim glæsilega árangri að komast gegnum niðurskurð á ástralska PGA meistaramótinu (ens.: Australian PGA Championship). Hann lék 2. hring á 69 höggum; fékk 3 fugla og 15 pör og skilaði inn glæsilegu skollalausu skorkorti! Samtals lék Birgir Leifur á 1 undir pari, 143 höggum (73 69) og er T-57. Hann gerði það sem þurfti en niðurskurður var einmitt miðaður við 1 undir pari eða betra. Sjá má stöðuna á ástralska PGA meistaramótinu með því að SMELLA HÉR:   


Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 1. 2017 | 07:00

Ólafía Þórunn og Carly Booth töpuðu viðureign sinni 4&3 í Drottningarmótinu

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir og hin skoska Carly Booth töpuðu viðureign sinni gegn Seon-Woo Bae og Jeong-Eun Lee frá S-Kóreu 4&3. Keppt er í Miyoshi Country Club. Nagoya, Japan, dagana 1.-3. desember 2017. Staðan í Drottningarmótinu er þannig eftir 1. dag að efst er lið S-Kóreu með 8 stig, heimakonurnar eða lið Japans með 6 stig, lið Evrópu er með 2 stig og lið Ástrala með 1 stig. Það voru þær Lee Ann Pace og Felicity Johnson sem höluðu inn 2 stig liðs Evrópu, en þær unnu viðureign sína gegn þeim Stacy Peters og Cathryn Bristow í liði Ástrala. Sjá má stöðuna í Drottningarmótinu með því að SMELLA HÉR:   


Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 1. 2017 | 04:00

LET: Fylgist m/Drottningarmótinu HÉR!

Þegar þetta er ritað u.þ.b. kl. 4:00 að nóttu 1. desember eru þær Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir og Carly Booth undir í fjórmenningi gegn þeim Seon Woo Bae og Jeong Eun Lee í Drottningarmótinu (eða The Queens eins og mótið heitir á ensku). Drottningarmótið er liðakeppni þar sem bestu kvenlið Ástralíu (frá ALPG); Suður-Kóreu (KLPGA), Japan (JLPGA) og Evrópu (LET) etja kappi. Mótið fer fram í Japan. Í viðureign Ólafíu Þórunnar í nótt mætast lið Evrópu (Ólafía og Carly Booth og lið S-Kóreu (Bae og Lee), en þess ber að geta að í liði S-Kóreu eru einhverjir bestu kvenkylfingar heims. Fylgjast má með stöðunni í mótinu með því að SMELLA Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 30. 2017 | 22:00

PGA: Tiger á 69 á Hero – Hápunktar í leik hans

Í dag hófst Hero World Challenge mótið, sem er hluti af PGA Tour. Meðal keppenda er Tiger Woods, en þetta er í fyrsta sinn í 10 mánuði sem Tiger keppir á atvinnumannsmóti, en hann hefir s.s. flestum er kunnugt verið að jafna sig eftir bakuppskurð. Endurkomu Tigers var beðið með nokkurri spennu; en hann byrjar vel lék á 3 undir pari, 69 höggum, aðeins 3 höggum á eftir forystumanni mótsins, Tommy Fleetwood! Tiger er T-8 eftir 1. dag, þ.e. deilir 8. sætinu með 3 öðrum: Justin Thomas, Francesco Molinari og Charley Hoffman – sem er frábært að því gefnu að hann hefir ekkert spilað lengi. Öðru sætinu deila þeir Rickie Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 30. 2017 | 20:00

Hvaleyrin besti íslenski golfvöllurinn – Vitagolf besta íslenska golfferðskrifstofan – Hótel Örk besta íslenska golfhótelið að mati WTA

Hvaleyrin var valinn besti golfvöllurinn á hátíðinni World Golf Awards, sem samtökinn World Travel Awards standa fyrir, en hátíðin fór að þessu sinni fram á La Manga á Spáni, laugardaginn 25. nóvember s.l. Auk þess var VITAgolf valin besta golfferðaskrifstofan á Íslandi og það 3. árið í röð og Hótel Örk valið besta golfhótelið á Íslandi. Veitt eru verðlaun í nokkrum flokkum, en flest lönd hljóta 3-4 viðurkenningar. Aðrir golfvellir á Íslandi sem tilnefndir voru , voru: Jaðarsvöllur á Akureyri, Garðavöllur á Akranesi, Grafarholtsvöllur, Hólmsvöllur í Leiru, Oddur og golfvöllurinn í Vestmannaeyjum. Aðrar íslenskar ferðaskrifstofur: GB ferðir, Golfskálinn, Úrval Útsýn og Iceland ProTravel. Önnur íslensk hótel: Grand Hótel í Reykjavík, Centrum hótelið og Radisson Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 30. 2017 | 18:00

Evróputúrinn: Birgir Leifur á +2 e. 1. dag í Ástralíu

Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, tekur þátt í ástralska PGA meistaramótinu (ens.: Australian PGA Championship) en fyrsti hringur var spilaður sl. nótt. Mótið er hluti af Evróputúrnum. Mótsstaður er RACV Royal Pines, á Gullströndinni í Queensland í Ástralíu. Birgir Leifur lék 1. hring á 2 yfir pari, 74 höggum; fékk 1 fugl, 14 pör og 3 skolla. Sjá má stöðuna á ástralska PGA meistaramótinu með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 30. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Alessandro Tadini – 30. nóvember 2016

Það er Alessandro Tadini sem er afmæliskylfingur dagsins, en hann fæddist 30. nóvember í Borgomanero á Ítalíu 1973 og á því 44 ára afmæli í dag. Tadini gerðist atvinnumaður í golfi 1994. Hann komst á Evróputúrinn 2003, eftir að hafa gert 6 tilraunir til þess að komast í gegn í Q-school. Hann vann sér ekki inn nægilega mikið verðlaunafé á nýliðaári sínu þannig að hann spilaði næsta keppnistímabil á Áskorendamótaröðinni (ens. Challenge Tour). Árið 2004 varð hann í 2. sæti á Challenge Tour þannig að hann komst aftur á Evrópumótaröðina og hélt korti sínu þar til loka árs 2007, þegar hann féll aftur niður í Áskorendamótaröðina. Hann kom sér upp Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 30. 2017 | 08:00

Landsliðshópar GSÍ 2018 – Jussi valdi 29 kylfinga

Jussi Pitkanen, afreksstjóri GSÍ, hefur valið þá leikmenn sem skipa landsliðshópa eldri og yngri kylfinga á árinu 2018. Atvinnukylfingar eru ekki í landsliðshóp Íslands þar sem landsliðin keppa á EM og HM áhugamanna. Alls eru 28 kylfingar í hópnum. Landsliðshópurinn gæti breyst á tímabilinu og fer það eftir árangri og frammistöðu leikmanna sem eru í núverandi hóp og þeirra sem voru ekki valdir að þessu sinni. Frammistaða leikmanna í landsliðshópnum verður metin með reglulegu millibili þar sem ýmsir þættir verða lagðir til grundvallar. Þar má nefna frammistöðu og framfarir á undanförnum tímabilum. Einnig eru framtíðaráform og markmið leikmanna sem ætla sér í fremstu röð í golfíþróttinni höfð til hliðsjónar Leikmenn Lesa meira