Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 1. 2017 | 04:00

LET: Fylgist m/Drottningarmótinu HÉR!

Þegar þetta er ritað u.þ.b. kl. 4:00 að nóttu 1. desember eru þær Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir og Carly Booth undir í fjórmenningi gegn þeim Seon Woo Bae og Jeong Eun Lee í Drottningarmótinu (eða The Queens eins og mótið heitir á ensku).

Drottningarmótið er liðakeppni þar sem bestu kvenlið Ástralíu (frá ALPG); Suður-Kóreu (KLPGA), Japan (JLPGA) og Evrópu (LET) etja kappi.

Mótið fer fram í Japan.

Í viðureign Ólafíu Þórunnar í nótt mætast lið Evrópu (Ólafía og Carly Booth og lið S-Kóreu (Bae og Lee), en þess ber að geta að í liði S-Kóreu eru einhverjir bestu kvenkylfingar heims.

Fylgjast má með stöðunni í mótinu með því að SMELLA HÉR: