Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 30. 2017 | 18:00

Evróputúrinn: Birgir Leifur á +2 e. 1. dag í Ástralíu

Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, tekur þátt í ástralska PGA meistaramótinu (ens.: Australian PGA Championship) en fyrsti hringur var spilaður sl. nótt.

Mótið er hluti af Evróputúrnum.

Mótsstaður er RACV Royal Pines, á Gullströndinni í Queensland í Ástralíu.

Birgir Leifur lék 1. hring á 2 yfir pari, 74 höggum; fékk 1 fugl, 14 pör og 3 skolla.

Sjá má stöðuna á ástralska PGA meistaramótinu með því að SMELLA HÉR: