Birgir Leifur Hafþórsson verður með í Flórídaferðinni. Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 1. 2017 | 07:15

Birgir Leifur náði niðurskurði á ástralska PGA!!!!

Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG náði þeim glæsilega árangri að komast gegnum niðurskurð á ástralska PGA meistaramótinu (ens.: Australian PGA Championship).

Hann lék 2. hring á 69 höggum; fékk 3 fugla og 15 pör og skilaði inn glæsilegu skollalausu skorkorti!

Samtals lék Birgir Leifur á 1 undir pari, 143 höggum (73 69) og er T-57.

Hann gerði það sem þurfti en niðurskurður var einmitt miðaður við 1 undir pari eða betra.

Sjá má stöðuna á ástralska PGA meistaramótinu með því að SMELLA HÉR: