Hvaleyrin er uppáhaldsgolfvölllur Ellerts. Hér frá 9. flöt. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 30. 2017 | 20:00

Hvaleyrin besti íslenski golfvöllurinn – Vitagolf besta íslenska golfferðskrifstofan – Hótel Örk besta íslenska golfhótelið að mati WTA

Hvaleyrin var valinn besti golfvöllurinn á hátíðinni World Golf Awards, sem samtökinn World Travel Awards standa fyrir, en hátíðin fór að þessu sinni fram á La Manga á Spáni, laugardaginn 25. nóvember s.l.

Auk þess var VITAgolf valin besta golfferðaskrifstofan á Íslandi og það 3. árið í röð og Hótel Örk valið besta golfhótelið á Íslandi.

Veitt eru verðlaun í nokkrum flokkum, en flest lönd hljóta 3-4 viðurkenningar.

Aðrir golfvellir á Íslandi sem tilnefndir voru , voru: Jaðarsvöllur á Akureyri, Garðavöllur á Akranesi, Grafarholtsvöllur, Hólmsvöllur í Leiru, Oddur og golfvöllurinn í Vestmannaeyjum.

Aðrar íslenskar ferðaskrifstofur: GB ferðir, Golfskálinn, Úrval Útsýn og Iceland ProTravel.

Önnur íslensk hótel: Grand Hótel í Reykjavík, Centrum hótelið og Radisson Blu 1919.