Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 1. 2017 | 07:00

Ólafía Þórunn og Carly Booth töpuðu viðureign sinni 4&3 í Drottningarmótinu

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir og hin skoska Carly Booth töpuðu viðureign sinni gegn Seon-Woo Bae og Jeong-Eun Lee frá S-Kóreu 4&3.

Keppt er í Miyoshi Country Club. Nagoya, Japan, dagana 1.-3. desember 2017.

Staðan í Drottningarmótinu er þannig eftir 1. dag að efst er lið S-Kóreu með 8 stig, heimakonurnar eða lið Japans með 6 stig, lið Evrópu er með 2 stig og lið Ástrala með 1 stig.

Það voru þær Lee Ann Pace og Felicity Johnson sem höluðu inn 2 stig liðs Evrópu, en þær unnu viðureign sína gegn þeim Stacy Peters og Cathryn Bristow í liði Ástrala.

Sjá má stöðuna í Drottningarmótinu með því að SMELLA HÉR: