Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 30. 2017 | 22:00

PGA: Tiger á 69 á Hero – Hápunktar í leik hans

Í dag hófst Hero World Challenge mótið, sem er hluti af PGA Tour.

Meðal keppenda er Tiger Woods, en þetta er í fyrsta sinn í 10 mánuði sem Tiger keppir á atvinnumannsmóti, en hann hefir s.s. flestum er kunnugt verið að jafna sig eftir bakuppskurð.

Endurkomu Tigers var beðið með nokkurri spennu; en hann byrjar vel lék á 3 undir pari, 69 höggum, aðeins 3 höggum á eftir forystumanni mótsins, Tommy Fleetwood!

Tiger er T-8 eftir 1. dag, þ.e. deilir 8. sætinu með 3 öðrum: Justin Thomas, Francesco Molinari og Charley Hoffman – sem er frábært að því gefnu að hann hefir ekkert spilað lengi.

Öðru sætinu deila þeir Rickie Fowler og Matt Kuchar, báðir á 5 undir pari, 67 höggum og 4 kylfingar: Dustin Johnson, Jordan Spieth, Justin Rose og Kevin Chappell deila 4. sætinu á 4 undir pari, 68 höggum.

Sjá má hápunkta í leik Tiger með því að SMELLA HÉR: 

Til þess að sjá stöðuna á Hero World Challenge SMELLIÐ HÉR: