Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 1. 2017 | 14:00

Nýju strákarnir á PGA 2018: Troy Merritt (38/50)

Það voru 25 efstu á peningalista Web.com Tour sem hlutu kortin sín og þar með fullan spilarétt á PGA Tour, keppnistímabilið 2017-2018.

Golf 1 hefir haft þann vana á undanförnum árum að kynna alla þessa 50 nýju og ekki svo nýju, sem hins vegar hljóta spilarétt sinn að nýju á PGA Tour í gegnum 2. deildina, Web.com Tour.

Byrjað var á því að kynna þá 25 sem efstir voru á peningalista Web.com Tour og hlutu þannig kortin sín í 1. deild, PGA Tour.

Líkt og venja er hér á Golf 1 var byrjað að kynna þann, sem rétt slapp inn í gegnum peningalistann og síðan endað á þeim sem var á toppnum. Hann hefir þegar verið kynntur, Chesson Hadley, efsti maður á peningalista Web.com Tour 2017.

Nú verður tekið til við að kynna þann sem rétt slapp inn í gegnum Web.com Finals og endað á þeim sem var á toppnum þar, en þeir 25 hljóta einnig spilarétt og kort fyrir 2017-2018 keppnistímabilið á PGA Tour.

Sá sem var í 14. sæti og komst inn á PGA Tour í gegnum Web.com Tour finals er bandaríski kylfingurinn Troy Merritt en hann var með verðlaunafé á Web.com Finals upp á samtals  $59,650.

Troy Merritt fæddist 25. október 1985, í Osage, Iowa og er því nýorðinn 32 ára á þessu ári.

Á háskólaárum sínum var Merritt í tveimur háskólum Winona State University og Boise State University.

Þegar Merritt var í Boise State háskólanum í bandaríska háskólagolfinu sigraði hann á 21 móti í einstaklingskeppni, sem er met.

Merritt gerðist atvinnumaður 2008. Fyrsti sigur Merrit á Nationwide Tour (undanfara Web.com Tour) kom 6. september 2009 þegar hann vann sér inn $117,000 á Mexico Open, þar sem hann hafði betur gegn Ástralanum Adam Bland með 20 feta (7 metra) fuglapútti á 1. holu í bráðabana.

Þann 7. desember 2009 varð Merritt aðeins 3. kylfingurinn í sögu Q-school PGA Tour til að taka 1. sætið eftir að hafa verið í forystu á hverjum hring Þrátt fyrir tvöfaldan skolla á lokaholunni (108. holunni) í þessu þáverandi 6 hringja móti vann hann og átti 1 högg á gamla brýnið Jeff Maggert með skor upp á 22 undir pari. Árið 2010 var Merritt í 125. sæti á PGA Tour og rétt hélt kortinu sínu.

Árið 2010 vann Troy Merritt líka fyrsta 1 milljón dala tékkann sinn í Kodak Challenge – Sjá góða grein þar um með því að SMELLA HÉR:

Þann 17. apríl 2015 jafnaði Merritt vallarmetið á Heritage mótinu á Hilton Head Island, en hann lék völlinn þá á 10 undir pari, 61 höggi og jafnaði mótsmet David Frost sem sá setti 1994. Merrit var á 61 höggi eftir að Jordan Spieth, Masters sigurvegarinn jafnaði sig eftir herfilegan hring upp á 74 og spilaði á 62 höggum …. en þó 1 höggi síður en Merritt. Merritt lauk mótinu í 3. sæti á eftir Jim Furyk og Kevin Kisner, og vann sér inn $401,200.

Merritt vann síðan fyrsta sigur sinn á PGA Tour 2. ágúst 2015 á Quicken Loans National. Í 2. skipti á árinu 2015 setti Merritt vallarmet, nú á Robert Trent Jones Golf Club, aftur með hring upp á 61 högg og vann á skori upp á 18 undir pari, 266 höggum.

Merritt býr sem stendur í Arizona með konu sinni Courtney og börnum þeirra. Hann segist fyrst og fremst vera fjölskyldumaður.