Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 17. 2018 | 18:00
Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2018: Henric Sturehed (11/33)

Það voru 33 kylfingar sem tryggðu sér keppnisrétt á Evrópumótaröðinni í gegnum lokaúrtökumót Evrópumótaraðarinnar, sem fram fór dagana 11.-16. nóvember sl. á Lumine golfstaðnum á Spáni. Það voru 25 efstu og þeir sem jafnir voru í 25. sætinu, sem tryggðu sér keppnisrétt. Nú hafa verið kynntir þeir 9 sem deildu 25. sætinu og rétt sluppu inn á Evróputúrinn. Í gær var enski kylfingurinn Jonathan „Jigger“ Thomson kynntur til sögunnar og í dag er það Henric Sturehed, en þeir eru tveir af 7 sem deildu 18. sætinu. Þessir 7 spiluðu allir á samtals 14 undir pari. Henric Sturehed fæddist 9. október 1990 í Linköping í Svíþjóð og er því 27 ára. (N.B: Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 17. 2018 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Lucie Andrè ——- 17. janúar 2018

Afmæliskylfingur dagsins er Lucie Andrè. Lucie er fædd 17. janúar 1988 í Bourg-en-Bresse í Frakklandi og á því 30 ára stórafmæli í dag!!! Lucie gerðist atvinnumaður í golfi 1. janúar 2011. Hún spilaði 2017 á LET Access. Sjá má nýlegt viðtal sem LET tók við André með því að SMELLA HÉR: Fræðast má nánar um afmæliskylfinginn André á heimasíðu hennar með því að SMELLA HÉR: Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmælí í dag eru: Olin Dutra, f. 17. janúar 1901 – d. 5. maí 1983; Jimmy Powell, 17. janúar 1935 (83 ára); Unnur Pétursdóttir, 17. janúar 1957 (61 árs) Sólrún Viðarsdóttir, 17. janúar 1962 (56 ára) Nina Muehl, 17. janúar 1987 Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 17. 2018 | 14:00
Nýju strákarnir á PGA 2018: Jonathan Byrd (49/50)

Það voru 25 efstu á peningalista Web.com Tour sem hlutu kortin sín og þar með fullan spilarétt á PGA Tour, keppnistímabilið 2017-2018. Golf 1 hefir haft þann vana á undanförnum árum að kynna alla þessa 50 nýju og ekki svo nýju, sem hins vegar hljóta spilarétt sinn að nýju á PGA Tour í gegnum 2. deildina, Web.com Tour. Byrjað var á því að kynna þá 25 sem efstir voru á peningalista Web.com Tour og hlutu þannig kortin sín í 1. deild, PGA Tour. Líkt og venja er hér á Golf 1 var byrjað að kynna þann, sem rétt slapp inn í gegnum peningalistann og síðan endað á þeim sem var Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 17. 2018 | 12:00
Er hægt að stöðva DJ í eyðimörkinni?

Fyrsta mót ársins á Evróputúrnum hefst á morgun: Abu Dhabi HSBC Championship og fer mótið fram á einum flottasta velli heims. Ótrúlega flottur hópur keppenda er í þessu móti, sem er orðið óvanalegt á Evróputúrnum því flestir kjósa að spila þar sem mest er að hafa upp úr hlutunum; í Bandaríkjunum eða mótum í Asíu, þar sem allir hljóta peningaverðlaun … ótrúlegt. Meðal keppenda á Abu Dhabi HSBC eru sá sem á titil að verja, leikmaður ársins í Evrópu Tommy Fleetwood, Justin Rose, sem hefir verið í fanta formi, Martin Kaymer „ókrýndur konungur Dubai“; Henrik Stenson, Rory McIlroy, sem er að sögn búinn að jafna sig eftir meiðsl og viti menn bandarískir Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 17. 2018 | 10:00
Nýju stúlkurnar á LPGA 2018: Madeleine Sheils (26/49)

Það voru 49 stúlkur sem hlutu spilarétt á LPGA mótaröðina 2018 í gegnum lokaúrtökumót LPGA sem fram fór á LPGA International vellinum í Flórída dagana 28. nóvember – 3. desember s.l. Það voru 29 sem hlutu takmarkaðan spilarétt og 20 efstu stúlkurnar sem hlutu kortið sitt á LPGA þ.e. fullan þátttökurétt í öllum mótum LPGA 2018. Venja hefir verið undanfarin ár að kynna „nýju“ stúlkurnar á LPGA og líkt og áður verður byrjað að kynna þær sem rétt sluppu inn á mótaröðina og hlutu takmarkaðan spilarétt endað á þeirri sem sigraði í lokaúrtökumótinu, en það var japanska stúlkan Nasa Hataoka. Nú verða kynntar þær 7 stúlkur, sem deildu 23. sætinu. Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 17. 2018 | 09:00
Uppáhaldsgolfmót Sergio Garcia – Myndskeið

Í aðdraganda SMBC Singapore Open, talaði Masters sigurvegarinn Sergio Garcia um hver væru uppáhaldsgolfmót sín. Í meðfylgjandi myndskeiði segir Garcia m.a. að Ryder bikarinn og Opna breska séu meðal 3 uppáhaldsmóta sinna. Hvert skyldi þriðja uppáhaldsmót Garcia vera? Sjá má myndskeiðið þar sem Garcia talar um uppáhaldsmót sín með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 17. 2018 | 07:55
GK: Þorrablót Keilis nk. föstudag 19. jan!

Þorrablót Keilis verður haldið næstkomandi föstudag (bóndadaginn) í Golfskála Keilis. Húsið verður opnað kl. 19:30. Að venju verður boðið upp á hákarl og ískalt brennivín í startið. Borðhald efst kl. 20:00. Matseðill kvöldsins er Þorramaður. Frábærir skemmtikraftar – Keilismenn fjölmennið – Miðaverð kr. 5.500,-
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 17. 2018 | 07:00
Evróputúrinn: Stenson á kameldýri

Henrik Stenson tekur líkt og aðrar golfstjörnur þátt í ýmsum uppákomum í aðdraganda Abu Dhabi HSBC Championship til þess að auglýsa mótið. Mótið hefst á morgun, 18. janúar 2018. Stenson lætur sér fátt fyrir brjósti brenna. Þetta er náunginn sem var í uppnámi yfir að stolið skyldi hafa verið úr húsi hans, ekki vegna þess hvers var tekið, heldur að hann skyldi ekki hafa verið á staðnum til þess „að taka á móti“ þjófnum. Í blóma skreyttu Augusta National rúllaði hann niður Magnolia Lane með „Ice Ice Baby“ í eyrunum. En einna eftirminnilegastur var töffarinn (Stenson) þegar hann hafði betur í einvígi gegn Phil Mickelson á Opna breska 2016, þar Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 16. 2018 | 23:00
GK: Helgi Snær sigraði í Áramótagleði Keilis og Vigfús í Næstur holu keppni!

Tíminn líður svo ógnarhratt; fyrsti mánuður ársins 2018 hálfnaður – Ótrúlegt en satt … og jólin nýafstaðin Hér kemur ein síðbúin frétt: Áramótagleði Keilis var auðvitað að venju haldin á Gamlársdag 2017 og mættu yfir hundrað manns í Hraunkot í Hafnarfirði og skemmtu sér einstaklega vel. Snakk og ídýfur í boði um allt hús og svo voru að sjálfsögðu veglegir flugeldapakkar í verðlaun. Veitt voru verðlaun fyrir 3 efstu sætin í púttkeppninni og einnig var haldinn mjög spennandi næstur holu keppni í golfhermunum og var höggið 90 metrar í flaggið. Dagurinn rann frábærlega í gegn. Hér koma svo úrslit: Púttkeppni úrslit. 1. sæti Helgi Snær Björgvinsson 2. sæti Birgir Björn Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 16. 2018 | 22:00
GO: Guðrún B Sigurbjörns best e. 1. púttmót GOkvenna!

Laugardaginn 13. janúar sl. fór fram fyrsta púttmót GO kvenna. Það fór af stað með glæsibrag í ný uppsettri púttaðstöðu í golfskálanum. Alls tóku 32 konur þátt og spreyttu sig á nýja púttvellinum. Segja má að almenn ánægja hafi verið með að vera á heimavelli og næsta laugardag, 20. janúar verður völlurinn kominn í sitt endanlega form og má búast við enn skemmtilegri púttkeppni. Sex skorhæstu konurnar úr Púttmóti 1 voru eftirfarandi: Guðrún B. Sigurbjörnsdóttir 15 pútt Ingibjörg Bragadóttir 16 pútt Rósa Pálína Sigtryggsdóttir 16 pútt Unnur Bergþórsdóttir 16 pútt Halla Bjarnadóttir 17 pútt Kristín Þorsteinsdóttir 17 pútt
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

