Helgi Snær Björgvinsson, GK. Mynd: Helga Björnsdóttir
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 16. 2018 | 23:00

GK: Helgi Snær sigraði í Áramótagleði Keilis og Vigfús í Næstur holu keppni!

Tíminn líður svo ógnarhratt; fyrsti mánuður ársins 2018 hálfnaður – Ótrúlegt en satt … og jólin nýafstaðin

Hér kemur ein síðbúin frétt:

Áramótagleði Keilis var auðvitað að venju haldin á Gamlársdag 2017 og mættu yfir hundrað manns í Hraunkot í Hafnarfirði og skemmtu sér einstaklega vel. Snakk og ídýfur í boði um allt hús og svo voru að sjálfsögðu veglegir flugeldapakkar í verðlaun. Veitt voru verðlaun fyrir 3 efstu sætin í púttkeppninni og einnig var haldinn mjög spennandi næstur holu keppni í golfhermunum og var höggið 90 metrar í flaggið. Dagurinn rann frábærlega í gegn.

Birgir Björn (2. sæti) og Rúnar Arnórs (3. sæti). Mynd: GK

Hér koma svo úrslit:

Púttkeppni úrslit.
1. sæti Helgi Snær Björgvinsson
2. sæti Birgir Björn Magnússon
3. sæti Rúnar Arnórsson

Næstur holu keppni.
1. sæti Vigfús Adolfsson 2.1 m